21 júní 2007

Mister Indridason

Dúbíus heiður: Arnaldur Indriðason er í fimmta og áttunda sæti á lista yfir topp hundrað vinsælustu hljóðbækurnar á piratebay: Mannen i sjön er í fimmta og Kvinna i grönt er í því áttunda.

Mér sýnist þetta reyndar aðallega skýrast af því að bækurnar eru nýtilkomnar á síðuna. Fannst samt fyndið að sjá þetta.

Ég finn hvergi ostaskerann minn. Skil það bara ekki. Gerði dauðaleit að honum í gær, fór í gegnum alla kassana og fann ekkert. Þetta var næstum því einsog í dæmisögunni um manninn og synina hans þrjá:

Gamall maður liggur fyrir dauðanum. Hann segir sonum sínum þremur að hann hafi grafið fjársjóðinn sinn á akrinum, en að hann muni ekki hvar. Og svo deyr hann. Synirnir keppast við að finna gullið, grafa akurinn í sundur og plægja hann þannig betur en nokkrusinni. Vínviðurinn sprettur sem aldrei fyrr og bræðurnir verða moldríkir.

Eða sko. Við leitina að ostaskeranum fór ég í gegnum kassana og raðaði uppúr þeim. Ég stend ekki uppi sem víngerðarmógúll, en diskarnir og vínglösin eru a.m.k. komin uppí skáp.

Og að þessari ólastaðri þá sýnist mér vera kominn tími á aðra bókahillu. Tvær bókahillur? Hún verður tómleg til að byrja með en það má alltaf laga það.

Og! Þeir eru komnir með sjálfsafgreiðslukerfi hérna niðrá Borgó. Mér fannst þetta svo sniðugt system þegar ég var úti, maður stingur kortinu í rauf og lánar sér bækurnar sjálfur.. engin ástæða til þess að hafa fólk í vinnu við svona færibandalán, það er ekki nema mann vanti eitthvað sérstakt að bókverðirnir fá að gera eitthvað af viti hvorteðer. Og nú hafa þeir (eða þau) væntanlega tíma til þess að koma nýju bókunum hraðar uppí hillur.

Ég fann t.a.m. tvær nýjar Daredevil Bendis-Maleev bækur núna um daginn. Og nýju Y: The Last Man. Og nýja Tezuka-nn. Algert æði. Ég hélt að Bendis væri hættur með DD.

Alone in the superunknown.

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

tvær bókahillur!? iss. bróðir minn á svo margar að hann þarf að fara að leigja sér húsnæði undir sínar, þannig að þú mátt alveg eiga tvær. það er innan marka.
og varðandi ostaskerann, þá geturðu gleymt því að fá hann aftur á lífi. nokkurntíma. ever.
hkh

Björninn sagði...

Melur. Ég hef númerið þitt.