29 júní 2007

White Rover

Ég keyrði á Selfoss og tilbaka á mánudaginn, miðvikudaginn og aftur í dag. Ég vona að ég þurfi ekki að gera það aftur í bráð.

Augnablik kaldhæðni í gær: Við sátum á Hverfisbarnum og hlustuðum á helvíti færan trúbador. Maður gat komið upp til hans og sungið lag og fengið slatta af bjór á barnum fyrir. Einn gaukur gekk upp og vinir hans komu sér fyrir á fremsta borði. Og svo fengum við að fylgjast með þessum útúrspíttaða gaur syngja ,,The Drugs Don't Work" með Verve.

Ég ætla ekki að reyna að lýsa því. Nema þetta: Einn af vinum hans var með vídjómyndatökusíma, og söngfuglinn tók alla sína bestu Robbie Williams-takta fyrir linsuna: Gripið á hljóðnemanum, axlahreyfingarnar, fótakippirnir. Hversu mikið var dópinu að kenna og hversu miklu stjórnaði egóið eitt og sér?

En allavega. Ég er að fara að vinna. Í viku. Tsjúss.

-b.

Engin ummæli: