09 júní 2007

Einn bjór fyrir það

Ég er búinn að gera helling, held ég. Þreif alla glugga, alla lista og skápa, ofninn, ísskápinn og baðherbergið. Þá er bara eldhúsvaskurinn og gólfin eftir, sem ég geymi þangaðtil á morgun. Ef ég gæti klárað að pakka núna snöggvast þá væri ég vel settur.

Ókei, ég er búinn að pakka. Bara sængin, koddinn og tölvan eftir. Við getum sagt að ég sé reddí. Föt og snúrur í tsjekk-inn farangur, bækur og blýhlunkar og akkeri í handfarangur, því það er aldrei tékkað á vigtinni á honum (sjö níu þrettán). Annars kæmist ég aldrei héðan.

Þetta þýddi reyndar að ég komst ekki á ströndina í dag með Ými og HlynI og konunum þeirra.. En ég er heldur ekki svo mikið fyrir strendur. Betra að geta gert eitthvað á morgun held ég. Lét reyndar plata mig í kvöldmat í Nimbusparken.. Legg af stað eftir hálftíma. Þarf maður nokkuð að raka sig fyrir svoleiðis fínerí?

-b.

Engin ummæli: