Jæja Björn, þú ert í vaktafríi akkúrat núna. Hvernig hefurðu gert í dag?
Bara. Ég raðaði íbúðinni uppá nýtt, tengdi græjurnar mínar, tók stofuborðið úr pakkningunni og þreif það, ætlaði svo að fara að setja það saman þegar ég tók eftir því að lappirnar vantaði. Ég hafði þá gleymt þeim á Selfossi.
Helvítis aulaskapur var það?
Já ég veit.
Og hvað svo?
Ég bara fokking keyrði á Selfoss og sótti þær. Og fjarstýringuna fyrir DVD spilarann, hafnaboltakylfuna og tvær bækur.
Hvaða bækur?
Bara bækur.
Hvernig var veðrið á heiðinni?
Ég man það ekki, ég var að hlusta á hljóðbók. White Noise eftir Don DeLillo. Setti á átópælot.
...
Vá þetta er ekkert gaman. Mér fannst ég þurfa að setja upp viðtal því ég er að horfa á viðtal í sjónvarpinu. Maður ætti ekki að líkja eftir því sem skjábúarnir leggja fyrir mann. En þetta er góð hljóðbók. Og stofuborðið var drulluskítugt en núna er það komið upp. Þetta er góð tilfinning, að vera kominn uppúr kössunum, búinn að koma drasli þangað sem drasl á að vera.
Græjurnar sem ég lánaði Danna virka fínt. Græjurnar mínar gömlu virka ekki eins vel, mig grunar að það hafi eitthvað komið fyrir magnarann síðan ég skildi við hann á Heiðarveginum. Spáum í þessu samt: Magnarinn sem ég keypti af Völla er Marantz 1040 týpa, sá sem amma gaf mér um árið (og nú kviknar ekki á) er Marantz 2226 útvarpsmagnari. Vinsælir gaurar.
Já og ég hitti Völla hérna um daginn. Bara fyrir utan blokkina. Akkúrat þegar ég var að flytja gamla borðið hans að austan.. það var dálítið fyndið. Hann sagði mér að Gummi Finnboga hefði gift sig um helgina og að þau ættu von á barni í vetur. Alveg einsog Hafsteinn og Vilborg. Og Ívar og Alía (eða hvernig sem nafnið hennar er nú stafað). Hvað getur maður sagt. Þetta er allt miklu betra fólk en ég.
En Völli semsagt spurði mig hvort ég ætlaði ekki að bjóða í innflutningspartí. Spurningin kom mér á óvart, mér hafði ekki einusinni dottið það í hug. Mér fannst ég bara vera að snúa aftur einhvernvegin. En þó hef ég fleygt upp innflutningspartíum í hvert skipti sem ég hef flutt hérna á milli hurða á görðunum hingað til. Það hefur reyndar aldrei verið að sumri.. næsta helgarfrí á ég 6., 7. og 8. júlí og þá langar mig að komast útúr borginni. Innflutningspartíið verður að bíða betri tíma.
Er nokkur að lesa netið á sumrin annars?
-b.
7 ummæli:
Ég!
-Ingi
Ókei.. Hæ Ingi.
Ekki ég.
Ég líka! Og það úr gistiheimili á Akureyri...tækni!
Hæ strákar! Og hæ tækni!
Við ættum öll að fara í andaglas.
meiraðsegja afdalakjói eins og ég les net um sumar, bjössi. en spurningin er: hver skrifar? er til guð? og er himininn blár eftir allt saman? hvaða útbrot eru þetta? og hvaða maður er þetta í garðinum okkar? það er margt spekúlerað, en fátt staðfest. og það einfaldar sko ekki málin að fara í gay andaglas.
hkh
Æ, minn feill. Ég ætlaði að skrifa að við ættum öll að fá okkur í andaglas. Draugafyllerí eru kúl og allt annað en gei.
Skrifa ummæli