Þetta rakst ég á þegar ég kom að tölvunni áðan. Heimilistölvunni sko, ekki þeirri sem ég held læstri uppá herbergi. Hér hafa strákarnir hver sinn notanda, sínar tónlistarmöppur og msn-addressur:
Mér finnst þetta æði. Ég er náttúrulega að níðast á friðhelgi einkalífs bróður míns, en hann hefði átt að hafa rænu á að logga sig út áður en hann fór útúr húsi. Hm?
Flaður.
-b.
5 ummæli:
Ái! Þú ert samviskulaus!
En vissulega er þetta fallegt.
-ingi
Skondið.
Síðast þegar ég vissi var Þorri nýfæddur. Mér finnst það hafa verið í gær. Og svo er maðurinn kominn á msn?? Tíminn líður ansi hratt verð ég að segja..
-Ýmir
Já, kominn á msn. Og hann er með ríflega tuttugu manns þarna inni. Má maður þekkja svona mikið af fólki þegar maður er átta ára?
En ég er nú ekki að gera grín að honum eða slíkt. Mér finnst alltaf gaman að sjá þegar fólk notar svona myndafídusa á msn, tildæmis þegar það skrifar 'haha' og það birtist sem rosastór hláturs-broskall. Þessi 'ég'-mynd er adorabúl.
Þorri sjálfur fer líka nokkuð vel frá þessu, svona hvað stafsetningu varðar. En þessi gaur sem hann er að tala við. Hann skrifar ,,fatlaður" á þrjá vegu, og aldrei rétt. Maður bara getur ekki búið svona lagað til.
Hóóó? Fatlaður já, ég gat alls ekki áttað mig á því hvað þetta þýddi.
Rosa krúttípúttí Bjössi. Ég er viss um að bróðir þinn verður ánægður eftir 6 ár eða svo.
Ef hann bróðir minn, fjórtán ára gamall, sýnir blókskrifum mínum það mikinn áhuga að hann uppgötvar þetta í sex ára gömlu arkívi, þá tek ég ofan fyrir honum, og hann má krefjast hvaða hefndar sem honum dettur í hug.
Þetta verður bara betra og betra í hvert skipti sem ég les það.
Skrifa ummæli