19 desember 2006

,,Allright Dexter! Protecting our children!"

Ég er kominn með fyrri hlutann af Hogfather, sjónvarpskvikmynd í tveimur hlutum sem er gerð eftir Discworld sögu með sama nafni. Hef ekki lesið bókina, en þetta gæti verið stuð. Seinni hluti verður sýndur á morgun. Er þetta eitthvað til að koma augum mínum í jólastuð?

Dexter slúttaði kannske ekki með látum, en það var nóg um dýrðir. Síðasta senan við borðið er æðisleg.

Battlestar reif sig upp á rassgatinu í síðasta þætti fyrir hlé. Þeir eru kannske að teygja sig heldur langt til að gefa okkur kliffhanger, en það veltur allt á því hvernig málin leysast eftir áramót. Ég vil gefa þessum þætti alla þá sénsa sem ég á til. Jafnvel þótt mér finnist hann vera farinn að hiksta þá er þetta engu að síður besta vísinda(skáldsögu)sjónvarpið langt í allar áttir.

Og ég byrjaði að horfa á Nip/Tuck. Sem ég er ennþá efins um. Ég afskrifaði þennan þátt fyrir löngu síðan eftir að hafa séð hluta af honum.. einhverstaðar. En ég kíkti á fyrsta þáttinn og langaði að halda áfram. Góðir punktar útum allt, en ekkert virkilega djúsí. Og hálfneyðarlega illa skrifaðar samræður sumstaðar.

Renndi líka yfir 4. seríu af The Wire aftur. Þessir þættir eru alveg jafn góðir í annað og jafnvel þriðja skiptið. En ég skil ekki hvernig þeir hefðu stoppað sig af ef HBO hefði afþakkað fimmtu þáttaröðina. Jafnvel þótt langflestum sögunum sé lokað þá er stóra málið, sem lagt var upp með í allra fyrsta atriðinu í fyrsta þætti seríunnar, ennþá galopið. Kannske var það látið virka þannig einmitt vegna þess að það verður hægt að halda áfram með það, en fyrri þáttaraðir hafa meira og minna bundið endahnúta á svona lagað.

Eða kannske endaði þessi tiltekna þáttaröð bara svo á svo niðurdrepandi hátt að manni líður einsog eitthvað vanti. Það fór svo einstaklega illa fyrir svo mörgum þetta árið.

Fjórir dagar til jóla, svona þannig séð. Það er ekki alveg einsog í gamladaga, að manni finnist jólin vera lengi á leiðinni. En mér finnst samt ennþá einsog þau séu alltof fljót að líða.

-b.

Engin ummæli: