Ég var að spá í að skella mér á þetta, en hætti við. Vegna þess að eftir þriðju seríu þá fara þessir þættir snarversnandi. Fjórða var la-la og allt eftir það hrikalegt (a.m.k. miðað við það sem fór á undan). Maður getur semsagt tekið góðu bitana fyrir sirka níutíu dali, og eytt restinni í annað gott sjónvarp. Einsog Deadwood, til dæmis. Eða The Wire, sem ég hefði vísast ekki litið við, hefði ég ekki sótt Homicide og lesið bókina hans David Simons í áframhaldi.
..Þessar efnisgreinar voru mjög tilgangslausar. ,,Ég sá eitthvað á amazon og ákvað að kaupa það ekki."? Jæja. Það er nóg pláss á netinu.
Stutt klippa af Simon að tala um Homicide.
Ég renndi í gegnum fyrstu tvær seríurnar af Six Feet Under og þær eru aaansi gei.
Og Spooks missti taktinn eftir aðra þáttaröð. Helvíti leitt.
Ég kem heim á fimmtudaginn, og tek með mér danskan jólabjór og slatta af Russian Earl Grey fyrir mömmu. Búinn að gera allt sem ég þarf að gera nema að borga leiguna og pakka. Á morgun er Ýmir að flytja suður í siðmenninguna og ég ætla að ljá hjálparhönd. Einsog maður gerir. Í kvöldmatinn er kjúklingapasta. Annars er ekkert.
Jú ég kláraði Seven Soldiers. Nennti ekki að bíða eftir bókinni og sótti restina á netið. Ég held ég þurfi samt að fá bókina í hendurnar áður en ég tjái mig eitthvað frekar um söguna. Frekar undarlegur endir á henni.. einsog maður mátti búast við, náttúrulega. En mér skilst á nokkrum gagnrýnendum að Morrison hafi þurft að skera upphaflegt handrit sitt að lokakaflanum niður um helming. Og það sést. En samt spurning hvort það sé fatli í sjálfu sér. Miniseríurnar voru á heildina góðar, en Mister Miracle fannst mér hreint út sagt leiðinlegur. Óspennandi saga og stirðar teikningar, og greinilega verið að byggja á einhverri forsögu um ,,The New Gods", sem ég kannast sama sem ekkert við. Zatanna var fín, Klarion æðislegur og Frankenstein nokkuð glúrinn. Kom mér á óvart.En ekki orð um það meir. Ég vil sjá þetta á pappír. Ef þið viljið lesa gagnrýnisgreinar um bókina, sem eru uppfullar af spojlerum, þá eru þær hérna, hérna, hérna og hérna, og svo er hér viðtal við Morrison um dæmið.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli