29 desember 2006

Heyr mína <bæn />



,,For troubleshooting and advanced startup using Windows XP, press F8."

Þetta segir hún mér. Og mér finnst það alltaf jafn skemmtilegt, einhverskonar snertipunktur tvíundar já/nei virkar/virkar ekki við grátt svæði örlaga og heppni. Þúveist. ,,Press Fate." Bænakall til tölvuguðanna á lyklinum þarna fyrir ofan sjöuna, sem er bæði enigmatísk prímtala og snarhelg rún. Ýttu og treystu.

...

Er að bíða eftir Víði á Prikinu. Hann fer að klára vinnuna hvað og hvenær, þá förum við og kaupum mat og bjór og svo er það bústaður í Norð-Norð-Vestri.

Engin ummæli: