13 desember 2006

Þetta hefst

Betan virðist vera farin að róast. Ég er búinn að hanga í þessu í dálítinn tíma, fikta í templatinu og hnýta tögg aftan í síðustu hundrað færslur. Svona uppá djókið. Ég efast um að ég nenni að fara aftar en það í bráð, en ég er flokkunarphíll inni við beinið. Sortering af þessu tagi heldur mér uppteknum líkt og ný myndasaga eða glas af köldum Guinness.

Verst að mér sýnist ég ekki geta fiktað með textann sem birtir þessi tögg. Lélegt að hafa bara ,,Labels:"

Ég var að fara yfir ýmisskonar lista í dag, yfir flott bíómyndaplaggöt og eitthvað. Mér finnst þetta æði:

Mér finnst líka skrýtið að ég skuli ekki hafa heyrt af henni áður. Ekki heldur Brick eða The Illusionist. En nú er ég kominn með lítinn nettan lista af myndum sem ég þarf að komast í þegar tækifæri gefst.

Og nú ætti maður náttúrulega að fara að dunda sér við lista. Árslista. Verst að ég man aldrei lengra en þrjá fjóra mánuði aftur í tímann, allt eldra molnar saman í 'gamla daga'. Ég held ég geti fullyrt að 2006 hefur verið sjónvarpsár fyrir undirritaðan.. maður ætti að geta tínt eitthvað útúr því öllusaman.

-b.

Engin ummæli: