12 desember 2006

Auster á 69ndu

Ég var að klára Travels in the Scriptorium núna áðan. Ég hafði gaman af henni, en veit ekki hvort hún virkar jafn vel ef maður hefur ekki lesið neitt annað eftir hann, sérstaklega The New York Trilogy. En hér er tilviljunin, þegar ég byrjaði að lesa bókina sagði ég Halli (sem lánaði mér hana) frá því hvernig Marshall McLuhan byrjaði að lesa bækur: Hann las víst blaðsíðu númer 69, og ef honum leist vel á hana þá las hann bókina í heild, annars ekki.

(Sögunni fylgir reyndar líka að hann hafi aðeins lesið vinstri hluta vinstri blaðsíðanna í bókinni, og sparað þannig tíma. Og, í áframhaldi, að hann hafi ekki sofið einsog almennilegt fólk, heldur lagt sig í fimm mínútur endrum og eins, annars haldið dampi. Ég dreg þetta í efa. En 69-aðferðin er sniðug.)

Nú var ég að gúgla bókinni til að sjá hvort einhver glúrinn Auster aðdáandi hefði ekki fleygt upp punktum um þessa skræðu. Fann þennan gaur, sem er aðallega að skrifa um 69-prófið, en minnist á Travels.. í sambandi við komment sem hann fær. Í framhaldi kemur hann með þessa lýsingu á bókinni: ,,Well, this one is very short, and if you like his other's [sic] it's very fun -- almost like a bonus track to the New York Trilogy. If you're not a fan, worth skipping."

Þetta fannst mér vel orðað.

Á guardian.co.uk fann ég kómíska endursögn á bókinni (spojlerar):
Is this a prison? Is it a house? The old man has no memory. But perhaps he isn't even old? So let's drop the epithet old and refer to the person as Mr Blank. For this should tell both you and him everything you need to know; that you are trapped inside some meaningless pretentious crap that is passing itself off as cutting-edge post-modern metaphysicality.

Og svo framvegis. Þetta á vissan rétt á sér, en ég kýs nú að líta þetta jákvæðari augum.

Þessa bók las ég í heild sinni á nýja Kaffi Krús. Það er barasta hægt að sitja þarna og drekka og lesa í rólegheitunum, síðan það var skipt um eigendur. Magnað.

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahaha "69 aðferðin"
-ingi

Björninn sagði...

Tíhí. Ég fattaði ekki einusinni að ég væri að vera dónó.