02 mars 2006

Pottþétt skyldar mér

Þetta helvítis kommentakerfi á blogger.. hverjum dettur í hug að stimpla hverja athugasemd með klukkustund og mínútum en sleppa dagsetningunni?

Ég tók eftir því um daginn, en mundi síðan eftir því núna áðan, að það kommentaði einhver á myndapóst frá mér eftir að sá póstur var dottinn útaf aðalsíðunni, eða svo nálægt því að detta út að ég tók ekki eftir því fyrren nokkru seinna. Ég var með nokkurskonar getraun í gangi. Sagði eitthvað á þessa leið: ,,Ef einhver þykist vita af hverjum þessar myndir eru þá fær sá hinn sami ansi gott lof í lófa frá mér. Jafnvel húrrahróp."

Svo kemur einhver og segir, orðrétt: ,,þessar stúlkur eru pottþétt skyldar þér".

Sem er laukrétt.

En ég veit ekki hver þetta er vegna þess að viðkomandi skrifaði ekki undir svar sitt. Og ég veit ekki hvernig viðkomandi datt í hug að þetta væru skyldmenni mín.. mér finnst þær ekkert sérstaklega líkar mér.

Það er reyndar svipur með þeim og öðrum frænkum mínum, þeim Ástrós og Grétu, en það er í allt allt aðra átt. Tilviljun, segi ég.

Sökum þess að þ-ið er lítið og það er enginn punktur í lok setningar myndi ég reyndar giska á Má.. Már, ert þetta þú?
Þessi óundirritaði fær allavega lof í lófa frá mér, einsog ég lofaði. Húrrahrópið geymi ég þartil viðkomandi er nafngreindur.

.....

Dálítið skondið með þessar myndir, reyndar.. Fann þær eftir smá flakk á Íslendingabók, þjóðskrá, ja.is og google. Hef aldrei séð þessar stelpur í lifanda lífi, en mér skilst að við séum tvímenningar.

-b.

1 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Ég var einmitt að fara að kvarta yfir dagsetningarleysi.