28 febrúar 2006

Bara eitthvað sem ég man..

Fyrir afa sinn hann orðuræfil fékk (o, svei!)
Og ýmsa frændur sína, trekk í trekk (o, svei!)
Og son sinn keypti útúr sjötta bekk! O, svei!
- Þú ert annaðhvort þingmaður, eður ei.

-b.

Firefly: 66%

Fattaði það stuttu eftir að póstur gærmorguns fór út að það dugar náttúrulega ekki að segja ,,tók til".

Ég ryksugaði alltsaman, þreif eldhús- og borðstofuborðin, sjónvarpið, stofuborðið, helluborðið og ofninn, vaskaði upp og raðaði ótal bókum í hillu. Skúraði ekki. Er lítill skúrari.

Annars er ekkert að gerast. Dágóður ræktari í morgun, súrmjólk í hádeginu, engifer- og sítrónute með hunangi fyrir hálsinn, blókrollan eiginlega tóm, 22 skráðir á árshátíð og ég er að fara aftur niðrá Ægisíðu. Maður verður víst að eiga einhvern aur þarna á Kanarí.

-b.

Engar bollur hér..

Þessi gaur fílar V for Vendetta myndina vel mjög:
That’s what I didn’t expect from the Wachowski brothers (The Matrix), this angry, summoning Tom Paine moral dispatch that puts our pundits, politicians, and cable news hosts to shame. V for Vendetta instills force into the very essence of four-letter words like hate, love, and (especially) fear, and releases that force like a fist. Off come the masks, and the faces are revealed.

Hann segist reyndar ekki hafa lesið bókina, en af þessu að dæma hefur handritinu ekki verið klúðrað algerlega.. Og sagan gerist ennþá í Bretlandi? Að hugsa sér. Það gæti barasta verið eitthvað varið í þessa mynd. Treilerinn gaf annað til kynna, en það er sjaldan mikið mark á þeim takandi..

Já, ég er að reyna að telja sjálfum mér trú um að Moore hafi ekki verið nauðgað með skóflu aftur. Kommon. Ekki skjóta mig niður strax.

.....

Og ef ég hefði munað að það var bolludagur í dag hefði ég óskað ykkur öllum til hamingju með daginn í morgun. Gleðilegan sprengidag í staðinn, býst ég við.

.....

Hei já, og það er strax eitthvað vit í blókinu hans Klocks.. Sko ljóðið:
Jesus got up one day a little later than usual. He had been dreaming so deep there was nothing left in his head. What was it? A nightmare, dead bodies walking all around him, eyes rolled back, skin falling off. But he wasn't afraid of that. It was a beautiful day. How 'bout some coffee? Don't mind if I do. Take a little ride on my donkey, I love that donkey. Hell, I love everybody.

..ég fílaða allavega.

-b.

27 febrúar 2006

Mánudagur á Ægisíðu

The Religious Experience of Philip K. Dick

Þegar ég vakna við glampandi sól dettur mér bara eitt í hug: Taktu til maður!
Og þá tek ég til. Þetta er allt annað.

Og ekki seinna vænna því ég er að fara að vinna eftir hálftíma.

-b.

Klók blók

Geoff Klock virðist vera kominn með blóksíðu. Gaman að sjá hvort það verður eitthvað vit í því..

25 febrúar 2006

Ó nei hann gerðiþaðekki!

Ok now I get it, you're saving your really good lies for some smarter cop, is that it? I'm just a donut in the on-deck circle. Wait 'till the real guy gets here. Wait 'till the big guy comes back. I'm prob'ly just his secretary. I'm just Montell Williams, you wanna talk to Larry King! ... I've been a murder policeman for ten years, if you're gonna lie to me, you lie to me with respect!

24 febrúar 2006

Ford undir svörtu skinni

Ég fór á Selfoss núna áðan afþví ég hafði ekkert annað að gera. Reddaði netinu heima á Heiðarveginum og ætla kannske að fá mér einn tvo í kvöld.

En á leiðinni yfir heiðina sá ég Fordinn. Varð mjööög hissa, einsog við má búast. Hringdi í Egil og spurði hann útí þetta. Hann sagði mér þá að okkar bíll væri gulur. Hafði gleymt því. Nemahvað þessi var nefnilega svartur með hvítum viper-röndum, nákvæmlega einsog fordinn var.

Egill sagðist hafa séð þennan bíl (væntanlega var það sá sami og ég sá núna áðan) á Holtavörðuheiði síðastliðið sumar. Er þessi búningur svona rosa fín hugmynd að aðrir hafa fengið hana í kollinn óstuddir, eða er um hermikrákur að ræða? Smjöttum á þessu aðeins.

(Viðbót daginn eftir:) Sagði Halli frá þessu og hann sagðist þekkja gaurinn sem á umræddan bíl. Sá er líka 'partíbíll', innréttaður svipað og okkar (nýrri og betri bíll að vísu, enda hafði þessi greinilega komist upp Kambana. Ja, eða Þrengslin.), og gaurinn sem á hann vinnur uppí Gunnarsholti.

-b.

22 febrúar 2006

Nú geri ég ekki annað en að kvóta..

Sometimes I rock 'n roll
Sometimes I stay at home
And it's just fine..



Hann Ýmir hjálpaði mér með javascriptið. Nú virkar þetta fínt, hvort sem það er tengill til staðar eður ei. Glæsó.

(Viðbót:) ..og nú bætti ég inn svona nifty myndum til að það sé nú örugglega á hreinu að þarna er bein tilvitnun á ferðinni. Stríðir reyndar gegn reglum um ritun og frágang, en hvað með það. Reyndi að bæta inn gæsalöppum í hinn endann, en til þess að hafa það ekki of flókið vildi ég binda það við tilvitnunar-tengilinn, og hann tekur svo lítið pláss að það klippir á bakgrunnsmyndina. Lélegt að hún geti ekki skarað útfyrir ákvarðaða plássið.

Ahemm.. eða lélegt að ég skuli ekki kunna að gera það. Ef það er hægt. Samt ekki viss um að það sé hægt.

Myndunum stal ég reyndar. Sem er ekki alltof kúl. Spurning hvort ég reyni að búa til mínar eigin eða hvað. -En þetta er reyndar búið að taka alveg nógu langan tíma í bili.

-b.

Netun

Ókei, Performancing viðbótin sem ég mældi með um daginn er fremur ófullkomin.. varla hægt að nota hana til að skrifa á síður einsog vitleysinga, þarsem maður verður að setja eitthvað í ,,title"-reitinn til að blókið hafist. Og ef maður ætlar að skrifa kóðan sjálfur jafnóðum, einsog ég er vanur, þá klikkar eitthvað um leið og pósturinn inniheldur fleiri en einn tengil. Eða mér sýnist það allavega vera meinið.

Það eru allir að kvarta yfir þessu á tengdum vefsíðum, og það er vonandi að þetta verði lagað.. Mér þykir mjög þægilegt að hafa skrifgluggann uppivið, fastan í neðri hluta gluggans þannig að ég get svissað á milli flipa á meðan ég rita, í staðinn fyrir að þurfa sífellt að svissa á milli glugga einsog með BlogThis. En það er það sem virkar einmitt núna.

Ég rakst annars á sniðugan fídus fyrir blockquote-taggið núna áðan og bætti því við hjá mér. Þetta er einmitt eitthvað sem ég var að spá í þegar ég bjó þessa síðu til að byrja með, en kunni náttúrulega ekki að gera sjálfur. Nú bæti ég við tveimur gaurum inní blockquote-taggið, cite (sem ég man eftir að hafa séð áður, en aldrei notað) og name (sem hefur ekkert að gera þangað, þannig séð, en virkar fyrir mig). Cite skráir niður hvaðan kvótið kemur (urlið), name tekur niður nafnið á þeim / því sem vitnað er í, og smávegis javascript býr til tengil aftaná tilvitnuninni. Nú gæti ég t.a.m. vitnað í Kottke karlinn, þarsem hann sagist hafa haft tvær og hálfa milljón í árslaun fyrir að halda úti síðunni sinni:

Since everyone and their uncle has been asking, about 1450 micropatrons contributed $39,900 over the past year...99.9% of that coming during the 3 week fund drive.


..og þá birtist innihald cite-sins í tengli með textanum úr name-inu.

Það þarf auðvitað ekki endilega að vera tengill.. Eða ég held ekki. Sjá hér hvað hann Stefán Snævarr skrifar í lesbókina síðastliðinn laugardag:

Keralafylkið á Indlandi nýtur minni hagvaxtar og hefur minni þjóðarframleiðslu á kjaft en flest indversk fylki. En eins og hagfræðingurinn og nóbelshafinn Amyarta Sen bendir á þá er meðalaldur þar hærri, læsi meira og heilbrigðisástand betra en annars sataðar á Indlandi. Sama er upp á teningnum í hinu lukta landi Bhútan sem ekki tekur þátt í alþjóðlegri samkeppni. Þar eru menn betur menntir, fæddir og skæddir en víðast í þriðja heims löndum. Samt mælist þjóðarframleiðslan á kjaft afar lítil, landið er ,,tæknilega" með fátækustu löndum heims. Eins og gefið var í skyn segja mælingar á þjóðarframleiðslu ekki alltaf mikið um kjör manna. Mælingar þessar mæla nefnilega bara efnahagsvirkni á markaði. Það þýðir að baki menn brauð heima hjá sér er það ekki tekið með í útreikninga á þjóðarframleiðslu þótt það stríði gegn heilbrigðri skynsemi að framleiðslan aukist ekki fyrir vikið. En þjóðarframleiðsla eykst ef bílslys verður, sú staðreynd stríiðr svo sannarlega gegn heilbrigðri skynsemi. Því ber að taka öllu tali um mælingar á þjóðarframleiðslu með varkárni.


Prófum að birta þennan gaur.

Heyrðu jú jú, það þarf að vera tengill. Satans. Spurning hvort það sé ekki hægt að fiffa það einhvernvegin.
Ahemm.. það var jú mín eigin viðbót að skrá nafn á heimildinni til að nota sem tengil við hverja tilvitnun. Gaurinn sem ég bendi á notar bara ,,source" fyrir hvert eitt og einasta. Lélegt það.

-b.

21 febrúar 2006

Tíhí

It's thick, creamy [...] and stands erect at a whopping 46.5 centimeters -- over 21 inches in the old parlance - and, according to the Pleasure Support Squad formed by Josei Jishin (2/21), Japan's gals can't stop licking it.

[...]

,,I just couldn't resist it. If the visual appeal wasn't enough, one mouthful and I was filled with pleasure," reports Yasuko, a member of the Josei Jishin Pleasure Support Team.

Hnúar

I've been trying to get people to call me Sunny-D
'Cause I've got the good stuff that kids go for
But people keep calling me Five-Alive
'Cause the last guy didn't really die
I just lied!

Hví?

Ég veit ekki afhverju í andskotanum þessi síða er svona fokktöpp í Internet Explorer. Hún virkar fínt í Firefox.. Mig grunar að það hafi eitthvað að gera með þetta main - main2 og sidebar - sidebar 2 dæmi sem verður að vera í kóðanum þarsem þessi tvö textasvæði (main og sidebar) eru inní öðru (content). En ég er ekki viss.

Sá að það kom einhver hingað á Safari um daginn. Hvernig ætli það hafi litið út?

Ábendingar vel þegnar.

-b.

Heimsþorpið, hmm?

BEIJING -- The top editors of the China Youth Daily were meeting in a conference room last August when their cell phones started buzzing quietly with text messages. One after another, they discreetly read the notes. Then they traded nervous glances.

Colleagues were informing them that a senior editor in the room, Li Datong, had done something astonishing. Just before the meeting, Li had posted a blistering letter on the newspaper's computer system attacking the Communist Party's propaganda czars and a plan by the editor in chief to dock reporters' pay if their stories upset party officials.

No one told the editor in chief. For 90 minutes, he ran the meeting, oblivious to the political storm that was brewing. Then Li announced what he had done.

The chief editor stammered and rushed back to his office, witnesses recalled. But by then, Li's memo had leaked and was spreading across the Internet in countless e-mails and instant messages. Copies were posted on China's most popular Web forums, and within hours people across the country were sending Li messages of support.

The government's Internet censors scrambled, ordering one Web site after another to delete the letter. But two days later, in an embarrassing retreat, the party bowed to public outrage and scrapped the editor in chief's plan to muzzle his reporters.

Hann er indæll þessi hraði, maður. Spáið samt í þessu kerfi:

... in August, Li Erliang proposed a point system for awarding bonuses to the paper's staff members. Reporters would receive 100 points if their articles were praised by provincial officials, 120 if praised by the propaganda department and 300 if praised by a member of the Politburo. Points would be deducted if officials criticized articles. Just one report that upset a party leader could mean loss of a month's salary.
Það besta við þetta er samt að bréfið sem gaurinn skrifaði, og sem fór síðan einsog eldur í sinu útum allt á nokkrum mínútum, var 13.000 orða langt. Haldiði að einhver myndi nenna að lesa svo langt bréf, sama um hvað það fjallaði, ef ég myndi senda það til allra sem ég þekki? Minnir mig hálfpartinn á gaurana í post-soviet Rússlandi sem söknuðu gömlu vondu daganna, þegar fólk las vegna þess að hið skrifaða orð skipti máli. Illa grunduð rómantík að vissu leyti, en ritskoðun byggir vissulega á þeirri forsendu að það sem er skrifað og það sem er birt á opinberum vettvangi hljóti að hafa áhrif..

Og fyrst við erum á þeim nótum er kannske ekki úr vegi að benda á pistil ritstjóra menningardeildar Jótlandspóstins, Flemming Rose, ,,Hvers vegna ég birti þessar skrítlur":
We have a tradition of satire when dealing with the royal family and other public figures, and that was reflected in the cartoons. The cartoonists treated Islam the same way they treat Christianity, Buddhism, Hinduism and other religions. And by treating Muslims in Denmark as equals they made a point: We are integrating you into the Danish tradition of satire because you are part of our society, not strangers. The cartoons are including, rather than excluding, Muslims.
..sem er náttúrulega kjaftæði, a.m.k. til hálfs. Það er allavega mjög erfitt að sjá þetta alltsaman fyrir sér í formi vináttuvottar, Hands Around Denmark o.s.frv. Hinsvegar er það alveg rétt að þarna er trúarlegum tabúum múslima ekki gert lægra undir höfði en hindurvitnum annarra trúarbragða..

Já já. Þetta er komið gott held ég. Ekkert meira múhameðs-skrítlukjaftæði í bráð, takk fyrir.

-b.

20 febrúar 2006

Hæka kannske líka..

Ég fer á bókhlöðuna, les, dotta, les aðeins meira, rekst loks á eitthvað sem mér finnst ég þurfa að punkta niður og fatta þá að ég er ekki með penna.

Það er lítil zen saga í þessu einhverstaðar.

-b.

Afsakið hlé

Við Már og Davíð vorum að stofna andúðarklúbb Judy Dench. Við komum til með að hittast einhverntíman í framtíðinni og sýna andúð okkar á kerlingarbeyglunni. Ég veit ekki hversu reglulega, en það er jú hugurinn sem gildir.

Ég er formaður, Davíð varaformaður og públisisti, og Már er orkudrengur.

Saman erum við trylltir folar.

-b.

19 febrúar 2006

Sunnudags-postscriptum

Mér finnst ljótt að segja ,,Silvíu Nóttar" í eignarfalli. (Dæmi: ,,Mér er nákvæmlega sama um lagið hennar Silvíu Nóttar.") Og fólk sem gerir það ætti að sápuþvo pungsekk minn.

-b.

Sunnudagsúttekt

Þannig að ég vaknaði rétt rúmlega sex í morgun, eftir sirka þriggja tíma svefn, og renndi niðrí Grafarvog. Þar hafði einhver verið á ferð um nóttina, dreift fimmþúsundköllum og sagt fólki að versla hjá mér.. ekkert mikið endilega, bara eitthvað smotterí. En borgaðu með fimmþúsundkalli þannig að skiptimyntin hans klárist undireins, og komdu svo nokkrumsinnum aftur (og þið öll) þannig að hann fái enga helvítis pásu í dag.

Þannig sé ég þetta fyrir mér. Ég skil ekki hvernig svona vaktir verða til nema fyrir tilstuðlan myrkravalda sem hafa horn í síðu minni einhverra hluta vegna.. Ég var semsagt að drepast í augunum, illt í hálsinum, kvefaður og pirraður í allan dag. Og ég get ekki svarið fyrir það, en ég myndi áætla að ég hafi afgreitt 3 á móti hverjum 1 sem gaurinn við hliðina gerði.

Ég var orðinn viss um að sirka tvö myndi fara að lægjast, þannig að næsta vakt fengi að leggja úr vör í lygnum sjó, en það var aldeilis ekki. Ég kláraði að gera upp og lagði af stað heim um fjögurleytið og það var ennþá röð á kassana. Hef aldrei vitað annað eins.

Á fokking laugardegi! Hvað er þetta fólk að vilja uppá dekk? Ég veit ekki hversu marga helvítis bílaþvotta ég seldi bara fyrir hádegi, og þegar ég lagði af stað heim voru sex bílar í röð til að komast inní stöðina.

Allavega. Ég kom heim og sofnaði. Svaf til klukkan að verða ellefu, held ég. ,,Missti af" júróvisjónkeppninni, en mín beið hinsvegar sms sem óskaði mér til hamingju með úrslitin. Ætli það sé ekki bara vel við hæfi?

Hah. Man núna að ég las stjörnuspána mína í morgun. Hún sagði mér að reyna ekki að vinna nein stórvirki í dag, og einbeita mér að því að halda mér á floti. Nó sjitt. Í henni stóð reyndar líka að ,,litlu kraftaverkin skiptu máli" eða eitthvað svoleiðis, og það væri eitt slíkt á leiðinni.

...

Ég bíð.

-b.

18 febrúar 2006

Gei gúgúl slagur

Var að glápa á Brokeback Mountain og datt í hug smá flettislagur: ,,gay cowboys" fær 1.970.000 slög, á meðan t.d. ,,gay homosexuals" fær bara 15.900.. Önnur gei djobb fá mun minna: ,,gay astronauts": 371, og ,,gay bounty hunters" bara 22.

Það eina sem ég fann til að slá þetta út var ,,gay men", en það telur í tugum milljóna..

Nei ég veit sosum ekki hvað þetta kemur nokkru við, en það virðist nokkuð ljóst að netið fílar samkynhneigða kúreka..

-b.

17 febrúar 2006

Muniði?

Hvernig fór eiginlega með síðasta 'nýja borgarann' á McDonalds? Varð hann klassískur?

Arg - komment

Verst þykir mér að geta hvergi fengið rss fíd fyrir kommentana á þessari síðu. Haloscan býður uppá þetta, þannig að ég get séð hvenær það bætast inn ný komment á vitleysinga, en ég hef ekki séð það á þessu blogger-kerfi. Kannske hef ég ekki leitað nóg. Tékka á því.

Hinsvegar er stóri kosturinn við þetta kerfi sá að kommentin eyðast ekki eftir ákveðið langan tíma. Elstu kommentin sem finna má á vitleysingum eru frá miðjum október á síðasta ári. Þá eru rúmlega tvö ár horfin útí eterinn. Veður og vind. Buska. Hafsauga. Rúmsjó. Og svo framvegis.

..svo má jú alltaf deila um hversu merkilegt þetta er. En ef þú ert að skrifa á / lesa blóksíðu þá ertu eiginlega búinn að gefa það frá þér.

-b.

16 febrúar 2006

Af Morrison

Talking about his work outside of comics, Morrison said he just finished the script for We3 at New Line, and talking about the differences between the movie and
the comic book, explained that a lot of scenes didn’t make it into the
comic book because he only had 96 pages to play with. He said he put a
lot of scenes he had to take out back into the screenplay.

Næla?

Már var að svara einhverju kukli, og ég sá að Emil sendi frá sér svipað um daginn, þannig að ég stekk bara á kerruna. Ocean's 12 má bíða.

Og ég er að fíla þetta forrit. Ef þið eruð eitthvað að blóka að ráði skuliði allavega tékka á því. Performancing.

4 djobb sem ég hef haft:
  • Eldhúsmella á Hótel Örk
  • Næturvörður / sundlaugarvörður á Hótel Kirkjubæjarklaustri
  • Mótelstjóri í Vogum á Vatnsleysuströnd
  • Vaktstjóri á Essó, Ægisíðu

4 kvikmyndir sem ég get horft á aftur og aftur og aftur..
  • Se7en
  • The Adventures of Ford Fairlane, (Rock 'n Roll Detective)
  • Miller's Crossing (væri líklegast efst á þessum lista)
  • Walker Texas Ranger, The Movie, The Movie

4 Staðir sem ég hef búið á:
  • Fagrihvammur í Berufirði, Austfjörðum
  • Tannlæknastofan í Hveragerði
  • Heiðarvegurinn, Selfossi
  • 4 mismunandi íbúðir á Stúdentagörðum, Eggertsgötu, Reykjavík

14 sjónvarpsþættir sem ég fíla:
  • Mr. Show (With Bob and David)
  • The Office
  • BrassEye
  • Arrested Development
  • Rome
  • Deadwood
  • Battlestar Galactica
  • Monty Python's Flying Circus
  • Cracker
  • The Sopranos
  • The Simpsons (sirka 4. til 13. þáttaröð, held ég)
  • Absolute Power
  • Quantum Leap
  • X-Files

4 staðir sem ég hef verið í fríi á (?):
  • Kaldársel, Ísland
  • Quamper, Frakkland
  • Kaupmannahöfn, Danmörk
  • Benidorm, Spánn

4 uppáhaldsbækur:
  • Catch-22 eftir Joseph Heller
  • The Sirens of Titan eftir Kurt Vonnegut
  • Skuggaleikir eftir José Carlos Somoza
  • This is Not a Novel eftir David Markson

(4 myndasögubækur:
  • From Hell eftir Moore
  • Torso eftir Bendis
  • The Filth eftir Morrison
  • Cerebus: Reads eftir Sim)

4 vefsíður sem ég skoða daglega (fyrir utan þessa):

4 uppáhaldsmáltíðir (og höldum þessu á stúdentamörkum):
  • Hambó
  • Tómatbrauð með osti
  • Kjúllinn hennar mömmu
  • Almennileg sveppasúpa

4 staðir sem ég vildi vera á núna
  • Í vel búnu svefnherbergi með þakglugga
  • Á Austurvelli í glampandi góðu veðri með kaldan pilsner og nýjan Bendis
  • Á meðalstórum bát á leiðinni.. eitthvað
  • Á bókasafni / kaffihúsi þarsem ég fæ að lesa og drekka og vera í friði í smástund andskotinn hafi það..

4 ólukkupamfílar sem ég man ekki hvað heita:

-b.

Prófari - Performancing

Prófa nýja viðbót fyrir Eldref. Gæti verið þægilegri í notkun en BlogThis, sérstaklega þarsem ég get ekki stækkað gluggann lóðrétt lengur eftir uppfærsluna í 1.5. Eða ég held það hafi verið þá.

Flightplan er svona meh-mynd. Kom mér pínu á óvart, en maður var samt alltaf tíu mínútum korteri á undan. Ætla að tékka á 12 og fagna síðan komu fimmtudags með morgunsvefni.

-b.

15 febrúar 2006

Double feature (ríspekt!)

That you give me no, that you give me no, that you give me no, that you give me no, sooooouuuuul...

Ýmir sendi mér lagið ,,A Little Respect" um daginn og sagði mér að það væri ansi áberandi í einhverjum Scrubs-þætti. Náði í þáttinn áðan. Hef ekki horft mikið á þættina en þessi var fínn. Hann er hérna.

Ekta dæmi um eitthvað sem er svo leim að það er eitursvalt. Lagið, þ.e.a.s. Túúúú míííí. Og það er einsog satans vírus. Ég spilaði það einusinni tvisvar í grillinu um daginn og vaknaði með það í rípít á heilanum daginn eftir.

-b.

Málfrelsi vs. Múslimar - Símakosning (99kr per sms)

Biblían fer meira í taugarnar á mér en nokkur önnur skáldsaga. Og þá er reyndar ansi mikið sagt.

Og þessi 'svarskrítla' er vissulega ósmekkleg, en hún er líka alveg jafn ófyndin og skrítlurnar sem störtuðu þessu rugli. See how you like it, one-upmanship kjaftæði. Það er einhver leikskólabragur á þessu öllusaman.

3 Quarks Daily hafa fjallað nokkuð mikið um þetta mál, og þessi pistill er þess virði að maður lesi. Samt þykir mér grundvallarlíkingin varla standast.. þ.e.a.s. þessi hér:
Imagine this: a small group of white supremacists collects in Strauss Park near where I live in New York City, and then marches up Broadway, past 125th Street, into the heart of Harlem, all the while chanting anti-African-American slogans of the vilest kind. They have a permit from the city for their march. They use the n-word, they call black people monkeys, they taunt them with reminders that their ancestors were slaves owned by the white people's own ancestors. They call black people lazy, stupid, and repeat every stereotypical epithet from the centuries of historical insult and injury to which African-Americans have been subjected in this country. An angry crowd gathers around the marchers. African-Americans yell some threats at the marchers, vowing to hurt them. Words are exchanged, and a shouting match erupts between one of the march leaders and a black man. The black man's mother is subjected to a particularly repulsive and obscene insult by the white man. Suddenly, the black man cannot take it anymore, and lashes out at the marcher, striking him down to the ground and kicking him until he is seriously injured. A few other young and hot-blooded black men jump into the fray and attack some of the marchers. The black men are arrested for assault and battery and taken to jail.

..einfaldlega vegna þess að þú getur ósköp lítið gert við því hvernig þú ert á litinn, en það að taka bækur á borð við Biblíuna eða Kóraninn jafnalvarlega og fólk gerir augljóslega er eitthvað sem þú átt algerlega við sjálfan þig. A.m.k. ef þú ert fær um að lesa blöðin.

Að vísu bendir höfundur á þetta í framhaldi:
What is of importance to understand here is that (however unfortunate this may be) one of the few remaining sources of dignity for many in the largely impotent world of Islam, unable to compete militarily or economically with the West and unable to remain free of interference from the West because of the curse of holding much of the world's oil-supplies, is their religion. This is the last redoubt of their pride.

Þetta finnst mér mjög sorgleg kenning, hversu rétt sem hún kann að reynast.
Restin af sömu efnisgrein hittir hinsvegar í mark, og ég held ég geti litlu bætt við:
Those of you who cannot stop yourself from loudly and continually proclaiming the right of newspapers to publish whatever they want (no one serious is really arguing with you there), please take a few minutes to condemn the cheap provocation of the Danish newspaper which published the revolting cartoon of Mohammad as a terrorist. If the New York Times publishes a vulgar and racist cartoon about African-Americans, for example, my first reaction will not be to proclaim that they have a right to do so, which of course they do. My reaction might be to boycott the paper and otherwise bring attention to what they are doing. Do this, condemn the racism of the Danish newspaper, then lecture me about free speech. If the Muslim world saw large-scale Western condemnations of the cartoons and demonstrations in which white Christian Danes stood shoulder to shoulder with their Muslim fellow-citizens in protesting these racist insults, it would have a much needed calming effect and demonstrate that the Danes truly are a well-meaning people. Instead, the endless prattling-on about principles of free speech and how Islam doesn't care about it, only serves to confirm to many in that part of the world that the West sees all of the vast and diverse landscape of Islam only in terms of crude generalities of contemptuous enmity.

-b.

14 febrúar 2006

Meira sjónvarp

Put it there, boy. Every normal man's fantasy! Give the bitch what she really wants and finally, finally show her who really is boss. Stick her in the ground and say 'I did that'. Rot in jail with all the other brave men.

,,Cracker". Fínir fínir þættir. Ég gerði mér ekki grein fyrir því, áður en ég fór að horfa á þá aftur, hversu vel ég mundi eftir þeim. Ég mundi ekki söguþræðina, og ég er viss um að stór hluti af þáttunum fór fyrir ofan garð og neðan hjá mér þegar ég fylgdist með þessu í gamladaga.. en einstaka persónur, tiktúrur, hinar og þessar línur. ,,I bet I can beat you at dominoes." Snilld.

Er að verða búinn með þriðju og síðustu seríuna. Það er víst enn önnur á leiðinni, en dálítið í hana. Og bráðum klára ég ,,The Comedians of Comedy" og hvað geri ég þá?

Bíðum við, ég var ekki búinn að benda á þá ennþá. Fyrstu tveir þættirnir eru í draslinu. Stuttir og laggóðir þættir, oft mjög fyndnir. Þessi Zach Galifianakis er kómiker að mínu skapi, undarlegur húmor og oft á tíðum ofsafengin sviðsframkoma. Sjáið hann líka í stuttmyndinni hans Bob Odenkirk á heimasíðu Sundance hátíðarinnar, hérna. Hún heitir The Pity Card og er nokkuð góð. Býst við að þeir fari að taka þessar myndir niður bráðum samt, þarsem það er búið að tilkynna sigurvegarana..

En þessir þættir minna mig á upprunalegu hugmyndina hans Larry David, sem varð á endanum að ,,Seinfeld"; að fylgjast með uppistandara í einhvern ákveðin tíma og sýna síðan hvernig daglegu atvikin í lífi hans skila sér uppá sviðið. Nemahvað það eru fjórir uppistandarar til sýnis hérna, og þetta eru sirka tuttugu mínútur. Mikill hraði í þessu.. en einsog ég segi, oft mjög fyndið.

-b.

Angst Club

Mér þykir gaman á bókasafni. Verst að þessi stofnun er ekki hugsuð fyrir fólk einsog mig, sem vakir framá morgun og sefur til hádegis.

Már benti á vídjófæla uppúr Bollywood-endurgerð á Fight Club. Ágætt dót þarna á ferð.. Þessir gaurar á chuckpalahniuk.net vilja reyndar meina að þarna sé allsekki endurgerð í gangi. IMDB gerir það líka. En það virðist nokkuð augljóst að ýmsu sé stolið, þósvo að þarna sé ekki sama sagan á ferð.

Skemmtilegast fannst mér samt að sjá þessi ummæli á twitchfilm, þarsem finna má vídjófælana:
Plus they seem to have added a healthy comic element, so if you're looking for any Palahniuk angst in this one I think you're pretty much wasting your time.

Einsog angist (eða helst 'Angist'.. hún fílar að eiga stóra stafinn) og kómedía séu engan vegin sambærilegar. Bókin er mjög fyndin, og myndin er það líka.. maður þarf að vera ansi blindur, graður eða blóðþyrstur til að líta framhjá því. Angistin liggur alltaf til grundvallar, en hún er ekki færð yfir á lesanda/áhorfanda í Fight Club vegna þess að hann stendur í nógu mikilli fjarlægð frá öllu saman.

Fjandinn hafi það, sagan er um mann sem hættir að geta grenjað utaní ókunnugum, þannig að hann byrjar að berja á sjálfum sér og næst á nýju vinunum sínum. Og hann þykist hafa orðið fyrir hugljómun! Í óendanlega afstæðum heimi þá hefur hann e.t.v. orðið fyrir henni í raun og veru, en kommon..

Þetta er reyndar nokkuð athyglisvert, núna þegar ég fer að spá í þessu. Kannske maður líti aftur á myndina og velti þessu upp.

-b.

13 febrúar 2006

..Her?

Eiríkur Guðmundsson talaði um ,,froðumenningu" á föstudaginn, í Víðsjá á RÚV. Þátturinn er ennþá fáanlegur á ruv.is. (Nb. ekki rúv.is.) Þar fer hann mikinn og sýnist, undir áhrifum frá Magnúsi Birni Ólafssyni, ritstjóra Stúdentablaðsins, fjölmiðlar á Íslandi uppfullir af drasli sem höfða eigi til unglinga. Þetta eru engar nýjar fréttir. Það sem mér fannst fyndið var að heyra karlinn minnast á nokkurskonar samstúdínur mínar í bókmenntafræðiskor, og framlag þeirra til þessa ástands:
,,...heil opna með unglingsstúlkum að tala um massaða stráka, en þó einkum um tippi og píkur."

Eða hvað. Kannske eru þetta ekki þær Inga, Lára, Auður og Áslaug. Þetta gæti í raun og verið átt við hverja einustu opnu í ,,Orðlausri". Það gæti hafa verið meiningin.

.....

Annars fékk ég tölvupóst í dag, sem ég átti varla von á. Bréfið byrjaði á þessa leið:
Sæll Björn,

Mér er ánægja að tilkynna þér að þú hefur sigrað í fyrstu kvikmyndagetraun BÍÓ.IS eftir að hafa verið dreginn úr hópi réttra svara í morgun.

Svo segir hann mér hvað ég vann. Magnað. Átti ekki von á þessu (áður en þið spyrjið). Vil þakka fjölskyldu minni, tölvunni minni og síðast en ekki síst honum Má, sem benti mér á þessa getraun, en sendi sjálfur ekki inn svör. Ég hef þegar ákveðið að verðlauna hann prívat og persónulega.

Hvað ég vann kemur ykkur hinsvegar ekki við, fyrren ég er búinn að sækja draslið.

.....

Síðustu fjórir þættirnir af ,,Arrested Development" fengu mig til að æpa af hlátri oftar en einusinni. Lokaþátturinn var frábær, þó svo að mér sýndist honum skrika fótur í blálokin. Held meira að segja að ég hafi lesið einhvern vitleysing á imdb.com stinga uppá svipuðum endalokum um daginn, og hrist hausinn yfir honum. Hefði þá frekar viljað sjá það sem ansi margir stungu uppá:
In the next season of Arrested Development: [Footage not found]

..þó svo að það hefði líka verið dálítið klént, og endurtekning á lokaþætti 1. þáttaraðar.

-b.

10 febrúar 2006

So say we all

Hence it has become extremely questionable whether, in the flux of life, it is a genuinely worthwhile intellectual problem to seek to discover fixed and immutable ideas or absolutes. It is a more worthy intellectual task perhaps to learn to think dynamically and relationally rather than statically. In our contemporary social and intellectual plight, it is nothing less than shocking to discover that those persons who claim to have discovered an absolute are usually the same people who also pretend to be superior to the rest. To find people in our day attempting to pass off to the world and recommending to others some nostrum of the absolute which they claim to have discovered is merely a sign of the loss of and the need for intellectual and moral certainty, felt by broad sections of the population who are unable to look life in the face.




[Viðbót eftir komment frá Inga:] Tilvitnunin er tekin úr öðrum kafla Ideology and Utopia: An Introduction to the Sociology of Knowledge eftir Karl Mannheim. Routledge & Kegan Paul LTD, London. 1960 (1936).

Kaflinn er til á .pfd formi hérna.

-b.

09 febrúar 2006

Þetta gæti verið auglýsing

Good Night, and Good Luck. er helvíti fín. Alveg helvíti fín.

Hún er svarthvít, engin brjóst, engar sprengingar, engir eltingarleikir, ekki einusinni brúðkaup í lokin.. og hún inniheldur mikið af nærmyndum af hvítum gaurum sem reykja einsog strompar. Og blaðra. En ég fílaði þessa mynd. Ég er náttúrulega svo mikill sökker fyrir þeirri hugmynd að fjölmiðlun og blaðamennska geti haft jákvæð áhrif á þjóðfélagið. Að fréttirnar geti í raun og veru skipt einhverju máli. Enda fer megnið af fjölmiðlunum sem ég sé í kringum mig þessa dagana virkilega í taugarnar á mér.. að miklu leyti vegna þess hversu illa skrifandi og/eða talandi sumt af þessu liði er, en óþægilegst finnst mér að þurfa sífellt að spurja hver sé að borga fyrir hitt eða þetta í fréttatímanum, eða hversvegna þessi póll sé tekinn í hæðina en ekki annar.

Þegar veggurinn á milli ritstjórnar og auglýsenda/eigenda er brotinn niður.

Fjandinn, það þarf ekki einusinni að vera svo alvarlegt.. 'Blaðið' hefur, að mig minnir, að minnsta kosti tvisvar sinnum selt forsíðuna og baksíðuna á öllu upplaginu þá dagana, undir auglýsingu. Auglýsingar eru að mínu viti ill nauðsyn, eitthvað sem maður notar til að koma því sem skiptir máli til lesenda.* En þegar auglýsingarnar taka meira pláss en efnið sjálft þá er ekki lengur hægt að tala um blaðamennsku.. þar eru á ferðinni auglýsendur sem hafa gefist upp, en neita að viðurkenna fyrir sjálfum sér að heilindi þeirra eru horfin útí veður og vind.

Enda er 'Blaðið' algert rusl. Mér finnst varla hægt að kalla það teikn, en það er engu að síður gaman að segja frá því, að þegar ég lagði inn beiðni á pósthúsinu um að póstkassinn minn fengi að vera í friði fyrir ruslpósti (og fékk svona fínan gulan límmiða og allt það) þá hætti 'Blaðið' að berast til mín, en 'Fréttablaðið' kemur enn. Nú er ég ekkert sérstaklega hrifinn af 'Fréttablaðinu' heldur, en það dylst varla neinum að í rauninni er það ekkert annað en 'Blaðið' með 'Frétta'-viðbót.

Kannske er útburðarfólkið sammála mér. 'Blaðið' sé rusl, en í 'Fréttablaðinu' megi þó endrum og eins finna eitthvað af viti. Hæ fæf á línuna, segi ég.

Hmm.. fór aðeins útaf sporinu þarna. En mér fannst þessi mynd frekar fjalla um málefni af þessu tagi heldur en McCarthy-fíaskóið í sjálfu sér. Auðvitað kom það að þessu, rétt einsog hver annar þáttur sem hefur að gera með almenningsálit, fjármagn, lobbýisma o.s.frv., en spurningin er hvernig á að vera hægt að halda úti almennilegri fjölmiðlun þegar batteríið sem heldur fjölmiðlunum uppi spyr bara um peninga.

Það er annars alltof stórt mál, og óðs manns æði að ætla að segja eitthvað af viti um það klukkan að ganga fimm að morgni. En er svo fráleitt að vilja halda því fram að hagsmunir eigenda fjölmiðla annarsvegar og fréttamanna hinsvegar séu hreint ekki sambærilegir, nema kannske einstaka sinnum, smávegis, og í mjög stutta stund?

Það að fréttamennirnir í þessari ágætu mynd séu strax farnir að spá endalokum sjónvarpsins sem fræðslumiðils á sjötta áratugnum segir kannske meira en margt annað.

Hvað um það. Tékkið allavega á þessari mynd. Hún er í draslinu, hér. (700mb, .avi , HI-net)

-b.

*(Hei Már) Þá á ég við auglýsingar í stóra geiranum, þarsem fólk hefur lífsviðurværi sitt af því að gera það sem það gerir á tilteknum fjölmiðli.. gaur sem heldur úti heimasíðu sér til gamans, þarf hvorki að borga fyrir hýsingu né lén, og er ekki að svelta, hefur ekkert að gera við auglýsingar. Ekki neitt.

Sólarhringur hvað..



-b.

08 febrúar 2006

Satans, sagði ég

Póstar laugardagsins duttu út. Ég man reyndar bara eftir einum og það var ekki mikill missir í honum, en voru fleiri? Ekki hugmynd. Satans blogger..

Ætli það..

Ég ætla ekki að birta myndirnar sem allir eru að tala um og allir hafa séð, af ótta við að strangtrúaðir lesendur þessarar síðu æði upp til handa og fóta og brenni fánana mína. En mitt hálfupplýsta álit á þessu öllusaman er að þetta sé í besta falli neyðarlegt og í því versta fáránlegt.

Þessi gaur tekur kannske soldið djúpt í árina, og sumt hefði mátt orða betur, en ég get varla annað en verið sammála megninu af því sem hann segir. Brot:
I am not asking for the right to slaughter a pig in a synagogue or mosque or to relieve myself on a "holy" book. But I will not be told I can't eat pork, and I will not respect those who burn books on a regular basis. I, too, have strong convictions and beliefs and value the Enlightenment above any priesthood or any sacred fetish-object. It is revolting to me to breathe the same air as wafts from the exhalations of the madrasahs, or the reeking fumes of the suicide-murderers, or the sermons of Billy Graham and Joseph Ratzinger. But these same principles of mine also prevent me from wreaking random violence on the nearest church, or kidnapping a Muslim at random and holding him hostage, or violating diplomatic immunity by attacking the embassy or the envoys of even the most despotic Islamic state, or making a moronic spectacle of myself threatening blood and fire to faraway individuals who may have hurt my feelings. The babyish rumor-fueled tantrums that erupt all the time, especially in the Islamic world, show yet again that faith belongs to the spoiled and selfish childhood of our species.

Það er ágætis nálgun að tala um þessa kóna einsog hverja aðra heittrúarvitleysinga hér fyrir vestan. Ef þú trúir einhverri vitleysu þá máttu það fyrir mér, en ef þú ætlar að skipa mér að haga mér eftir þínum reglum þá máttu fara fjandans til. (Nó pön intended.) Það er líka ágætis punktur að þetta dótarí birtist fyrir löööngu síðan í einhverju dagblaði á hjara veraldar, og núna er alltíeinu farið að sparka upp einhverju veseni yfir þessu. Ef þú ert týpan sem æsir sig yfir bjánalegum hlutum, þá kemur þú til með að finna þér bjánalega hluti til að æsa þig upp. Einhverstaðar. Fyrr eða síðar.

Og þetta á auðvitað líka við um þá sem æsa sig á móti þessum sem eru þegar æstir. Helvítis þjóðar- og kynþáttarembingur sem fer á fullt span um leið og múslimar eru í fréttum.. Það er greinilega rosa erfitt að anda rólega og haga sér einsog maður þegar ókunnugt fólk er að gera sig að fíflum hinumegin á hnettinum.

Skrítlurnar voru asnalegar, en þetta hafarí sem komið hefur í kjölfarið er muuuun asnalegra. Maður hlýtur að spyrja sig hvort allir viðkomandi (og ég er þar með talinn) hafi í alvörunni ekkert merkilegra að hugsa um?

-b.

07 febrúar 2006

Hló þá Björninn dátt

Við Már vorum að ræða partí helgarinnar og fleira þar um kring. Ég fór að spá hvort það væri e.t.v. ráð að færa grillið, sem ég hafði séð fyrir mér á föstudaginn sl. áður en vísindaferðin kom uppá, yfir á laugardaginn næsta. Svo ég spyr svona uppúr hálfþurru:
Björninn says:
hvernig lítur næsta helgi út annars?
[Smá pása..]
Máser says:
það er mánudagur

Já ég hló mjög dátt. Og mikið. Það er einsog þarna sé algjör sjúklingur að tala við félaga sinn, sem trúir því varla hversu langt leiddur þessi grey vitleysingur er. Hinsvegar finnst mér spurningin alveg valid, ef maður er að reyna að plana einhvern hitting með slatta af gaurum sem eru oft lofaðir framí tímann. Þessi litli bútur, einn og sér, er samt alveg jafn fyndinn fyrir því.

Finnst mér.

.....

Síðasti þáttur af ,,Battlestar Galactica" (2.15) olli mér vonbrigðum. Hann var efnislega séð nokkuð hliðstæður þættinum þar á undan (sem var brilljant, að mínu mati) en engan veginn jafn vel heppnaður. Sá datt í eina tvær klisjugryfjur, en bætti það rúmlega upp með skörpum díalóg og nokkrum óvæntum stefnubreytingum. Hann var líka að fjalla um vandamál sem er síður en svo klippt og skorið, og hægt er að velta upp á ýmsa vegu, á meðan þessi síðasti snerist allur í kringum einhvern stakan skúrk.

Svona Lurtz einhvern. Sem mér fannst lélegt.

Þrátt fyrir það var nú margt gott við hann, og á heildina litið eru þessir þættir með því besta sem ég sé við sjónvarp þessa stundina.

Capote kemur í bíó eftir tvær og hálfa viku. Tisk. Hún er nú eiginlega á dagskrá hjá mér í kvöld.
Og Syriana verður ekki tekin til sýninga fyrren eftir tæpan mánuð. Hvaða rugl er eiginlega í gangi?

-b.

06 febrúar 2006

Stúdó og myndó (-sögó)

Núna áðan hellti ég mér uppá indælis bolla af tei og sótti um stúdentakort með mynd þarsem ég brosi einsog Big Buddy Jesus. Hvað um ÞIG?

Djöfull er hann annars indæll, þessi bolli af indælis tei. Fokk. Indæli bolli.

.....

Hei já. Bókarkaup: Fékk lánsfé um daginn og hélt uppá það með ferð í Nexus. Keypti þessar tvær:

Seven Soldiers of Victory, Vol. 1The Life and Times of Scrooge McDuck

(Reyndar er þetta ekki rétta kápumyndin af Seven Soldiers, en það verður bara að hafa það.)

Er byrjaður á báðum og er vel hrifinn. Man náttúrulega eftir Don Rosa sögunum í Andrésblöðunum í gamla daga, þetta var það sem mest vit var í. Og er enn.. Draslið sem fyllir Andrésblöðin og Syrpurnar í dag er einmitt það; bara drasl. Illa teiknuð þvæla. En það er svo greinilegt hversu mikið er lagt í sögurnar í þessari bók. Það er hellingur af stórglæsilegum síðum hérna, en þó svo að það séu ekki alltaf einhverjar gloríur í gangi þá er eitthvað að gerast í hverjum einasta ramma. Sjáiði bara tildæmis þessa hér:



Öll þessi smáatriði, þessir pínulitlu brandarar og klikkuðu tiktúrur (það sést ekkert mjög vel á þessari mynd, en gaurinn er að nota lifandi snák eða skröltorm sem belti). Það er svo miklu hlaðið í rammana án þess að það sé erfitt að komast í gegnum þá.. ofsinn í hreyfingum gaursins, og þetta lúmska augnatillit sem Jóakim gefur honum.. þetta er svipaður húmor og maður sér sumstaðar í Valhallar-myndasögunum, en svonalagað er ekki að finna í Andrésblöðum lengur. Ónei.

Reyndar held ég að það væri alveg vit að gefa þessar sögur út í upprunalegu þýðingunni, vegna þess að hún var hreint ekki slæm. Ég vildi bara að ég ætti blöðin mín ennþá einhverstaðar.. í heilu lagi, það er. Þau eru eflaust einhverstaðar hér og þar á Heiðarveginum, en megnið af þeim hefur eyðilagst og farið í ruslið.

Opnunarsagan í Seven Soldiers lofar mjög góðu.. en Morrison hefði e.t.v. mátt hemja sig aðeins í innganginum. Óvissutónninn sem fyrsta blaðið slær missir dálítið marks eftir inngangsorðin hans, finnst mér. En kannske er það bara ég. Og þessi bannsetti blóðþorsti minn. Blóð blóð blóð..

Nóg af blóði þarna samt.

-b.

Þrjár myndir

Ég er búinn að vera að dúlla eitthvað á netinu.. fann myndir. Sko:







Ef einhver þykist vita af hverjum þessar myndir eru þá fær sá hinn sami ansi gott lof í lófa frá mér. Jafnvel húrrahróp.

.....

Sjáið hér html útgáfu af excel skjali sem ég fann þegar ég gúglaði nafn mitt núna áðan. Ekki veit ég hvað þetta er að gera á netinu, en þarna má greinlega sjá að ég óna bókstaflega allt, sama hvað það er. Ásamt Giffa og einhverjum Magnúsi.

-b.

05 febrúar 2006

It burns burns burns..

Walk the Line er svona la-la mynd. Phoenix stendur sig helvíti vel en í heild er myndin frekar 'önremarkabúl'. Mér finnst einsog ég hafi séð þessa frásögn í bútum hér og þar í ævisögumyndum síðustu ára.

[Viðbót daginn eftir:] Hann Ármann kemst mun betur að orði en ég um þessa mynd, en þetta er svona sirka það sem ég vildi sagt hafa. Þakkir til Inga ábendara.

Nei annars er ekkert annað í gangi. Létt þynnka bara. Vinna á morgun vúhú. Vonandi verð ég ekki nálægt þessum bölvaða hálfvita sem ég þurfti að vinna með síðasta fimmtudag. Dísús. Það er greinilega takmarkalaus óendanleg helvítis uppspretta af fávitum þarna úti, og þeir kunna að kunna að kvitta undir starfsumsóknir.

Sem betur fer er slatti af góðu fólki þarna líka, og þið vitið hver þið eruð.

Sem. Betur. Fer.

-b.

03 febrúar 2006

Vespu-sníkjudýr

Ikkari.
As an adult, Ampulex compressa seems like your normal wasp, buzzing about and mating. But things get weird when it's time for a female to lay an egg. She finds a cockroach to make her egg's host, and proceeds to deliver two precise stings. The first she delivers to the roach's mid-section, causing its front legs buckle. The brief paralysis caused by the first sting gives the wasp the luxury of time to deliver a more precise sting to the head.

The wasp slips her stinger through the roach's exoskeleton and directly into its brain. She apparently use ssensors along the sides of the stinger to guide it through the brain, a bit like a surgeon snaking his way to an appendix with a laparoscope. She continues to probe the roach's brain until she reaches one particular spot that appears to control the escape reflex. She injects a second venom that influences these neurons in such a way that the escape reflex disappears.

From the outside, the effect is surreal. The wasp does not paralyze the cockroach. In fact, the roach is able to lift up its front legs again and walk. But now it cannot move of its own accord. The wasp takes hold of one of the roach's antennae and leads it--in the words of Israeli scientists who study Ampulex--like a dog on a leash.

The zombie roach crawls where its master leads, which turns out to be the wasp's burrow. The roach creeps obediently into the burrow and sits there quietly, while the wasp plugs up the burrow with pebbles. Now the wasp turns to the roach once more and lays an egg on its underside. The roach does not resist. The egg hatches, and the larva chews a hole in the side of the roach. In it goes.

The larva grows inside the roach, devouring the organs of its host, for about eight days. It is then ready to weave itself a cocoon--which it makes within the roach as well. After four more weeks, the wasp grows to an adult. It breaks out of its cocoon, and out of the roach as well. Seeing a full-grown wasp crawl out of a roach suddenly makes those Alien movies look pretty derivative.
Já. Ég veit ekki.. þetta minnti mig bara á Dave Sim.

Og þarmeð er ég farinn í vísó.

-b.

Mikið.. var?

Eldrefurinn er uppfærður í 1.5.0.1 og þetta er á meðal þess sem þeir segjast hafa bætt / bætt við:
  • Improved stability.
  • Improved support for Mac OS X.
  • International Domain Name support for Iceland (.is) is now enabled.
  • Fixes for several memory leaks.
  • Several security enhancements.

Mín feitletrun. En ég hefði getað svarið fyrir það að ég tékkaði á björn.is fyrir nokkru síðan, og það á Firefox.. Hefur þetta með linkana að gera eða..?

Nei ég veit ekki. Bara rak augun í þetta.

-b.

Sumar manneskjur fíla ég einstaklega vel

I got my mind seeet ooon you
I got my mind seeet ooon you

I got my mind seeet ooon you
I got my mind seeet ooon you

But it's gonna take money
A whole lot of spending money
Woahoah, to do it
to do it
to do it
to do it
to do it
to do it right!

01 febrúar 2006

Miracleman

Enn ein myndin. Var að ná í nokkur blöð af Miracleman (varúð: spoilerar), sem Alan Moore skrifaði snemma á níunda áratugnum. Það er víst næsta ómögulegt að finna blöðin og jafnerfitt, ef ekki erfiðara, að finna bækurnar sem þeim var safnað saman í*, en netið kemur til bjargar einsog svo oft áður..

Ég er semsé ekki kominn langt inní þetta, en því svipar strax til þess sem Moore gerði með Supreme. Öllu meira sinister og myrkara yfirlitum, en þetta er jú nítjánhundruð áttatíu og tvö. Hér eru tveir rammar úr öðru heftinu:



..og hér er að finna helling af Moore dóti sem er illfáanlegt annarstaðar.

..og hér má sjá bókskýringar fyrir slatta af bókum eftir karlinn.

Smelli þessu á draslið þegar þetta er allt komið inn. Eða er ég kannske eini gaurinn sem nennir að lesa myndasögur af tölvuskjá?

-b.

*Fann reyndar hefti nr. 1-17 á ebay og þar kostar pakkinn 76 dollara.. sirka 4790krónur. Kannske hreint ekki svo slæmt miðað við hvað myndasögur kosta yfirleitt. En mér sýnist þetta líka vera frekar góður díll.. Hér er 1-24 á 279 dollara og hér er fyrsta bókin (af hve mörgum veit ég ekki og nenni varla að tékka á því) á bilinu 125 til 175 dollara. Sei sei já.