11 desember 2008

Skeddjúl

Þetta er það sem við erum að tala um gæskan:

Ræktin, sækja nagladekkin, þrífa herbergið mitt og baðherbergið, baka kryddbrauð, glápa á star trek.

Er þetta listi yfir hluti sem ég þarf að gera í nánustu framtíð? Ónei, þetta er það sem ég gerði eftir vinnu í dag, og er enn að.

Jésús Pétur á himnum með rósir um hálsinn.

Hei já, svo er eitt. ,,Bolli" af hinu og þessu er fáránlegasta mælieining sem ég veit um. Það eru til allskonar bollar í eldhúsum merkurinnar, afhverju notiði ekki metrakerfið andskotar?

En nei, þá er einn bolli samasem 2,36desilítrar.

Mér fallast hendur.

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vúbb, greip þær! hérna eru hendurnar þínar, Björn.
ekkert að þakka. Þetta er allt í dagsverkahring fyrir... Víði Örn

Björninn sagði...

Þú grípur ekki merkingu orðatiltækis, en grípur þó hendur sem féllu aldrei í alvörunni? Ef restin af þínum dagverkshring er svona ógnvekjandi þá vil ég ekki vita meir.