Ég gat bara ekki sofnað í gær og vakti og vakti og núna er ég að vinna framá kvöld.
Ljósir punktar þessi jólin voru maturinn, góðar og praktískar jólagjafir handa mér og það að gjöfum frá mér var vel tekið. Svo tókum við strákarnir aðeins í spil, sem var gaman, og ég spilaði slatta af Magic við Óskar bróður.. í fyrsta sinn í langan tíma.
Hryllingurinn var hinsvegar sá að tölvan mín var fjarri góðu gamni og ég gat þessvegna ekki sónað mig útúr röflinu og rausinu og látunum á Heiðarveginum einsog venjulega.
Daginn fyrir Þorláksmessu sat ég við tölvuna og spjallaði við Helga tvíbura á msn, hann sendi mér tengil á eitthvað jólalag og ég var nýbyrjaður að spila það þegar ég teygði mig í vatnsflöskuna og sullaði vatni yfir lyklaborðið. Ég tók tölvuna úr sambandi, þurrkaði eins og ég gat og setti hana á hvolf. Daginn eftir kom ég heim úr vinnunni og kveikti á henni, hún virkaði fínt einsog vanter nema að lyklaborðið svaraði illa eða ekki neitt. Klukkan var orðin fjögur en ég keyrði undireins niður í Nýherja. Gæti ég fengið að prófa nýtt lyklaborð - ég gæti þessvegna skipt um það sjálfur á staðnum - og keypt það ef lyklaborðið væri eina vandamálið? Nei, ég þyrfti víst að kaupa það fyrst. Og líklega væri ráð að leyfa þeim að tékka á því hvort einhver bleyta hefði komist inní tölvuna sjálfa, bara til að vera viss.
Mér finnst kjánalegt að hugsa til þess en samt mjög rökrétt miðað við það hversu mikið ég nota gripinn: Að dauðsfalli eða alvarlegum slysum frátöldum þá var þetta það versta sem hefði getað gerst á Þorláksmessu. Fyrir mig. En gott og vel. Hún er semsé í viðgerð.
Þegar ég kom á Heiðarveginn greip ég í gömlu Thinkpad tölvuna hennar mömmu, sem hafði ekki verið notuð í einhvern tíma. Það var víst ekkert inná henni sem átti að halda uppá þannig að ég byrjaði að strauja hana - aðallega til að geta notað hana sjálfur þessa örfáu daga. En batteríið var hálfónýtt, og þegar uppsetningin á Windows var rétt að klárast hætti tölvan að taka inn rafmagn frá hleðslutækinu, batteríið tæmdist snarlega og tölvan slökkti á sér. Ég byrjaði uppá nýtt en það var sama sagan. Það virtist ekki vera hægt að setja upp Windows ef batteríið virkaði ekki í tíu mínútur eða svo.
Þannig að tölvan sem var ekki í notkun, en samt í lagi þannig séð, er nú ónothæf.
Og hin tölvan á heimilinu var full af einhverjum sora og gat ekki tengst netinu. Og var með DVD-drifið stillt á Reg.2.
Þegar ég kom heim í Mávahlíðina fékk ég hinsvegar aðeins að nota tölvuna hennar Ingibjargar, sem var óskup fallegt af henni.
Af þessu leiðir að ég er búinn að horfa á aðeins minna TNG og Deadwood en ella.
Ég las hinvegar hálft Algleymi og Nextwave: I Kick Your Face. Sú fyrrnefnda er helvíti spennandi og skemmtileg. Og Nextwave er eina bókin sem Ellis ætti að skrifa nokkurntíman, a.m.k. núna þegar hann er hættur að skrifa Planetary og Transmetropolitan. Rosagottstöff.
Í gær ætluðum við Ingibjörg að horfa á A History of Violence sem ég keypti í Kolaportinu um daginn, en diskurinn hökti einsog ég veit ekki hvað. Sást samt varla rispa á honum. Helvítis. Við horfðum á Drabet í staðinn sem var góð, dálítið langdregin undir lokin en reddaðist alveg í bláendann. Vel smíðuð. Smeið. Smeidd.
Bla.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli