09 desember 2008

Pakkinn þann þriðjudaginn

Hálf sólarsagan, dómur er uppi.

Ég var alltof lengi að skila honum af mér, einsog hinum.

Núna rétt áðan kom hann Yngvi askvaðandi með trek handa mér. Þessi gaur er á borðinu mínu núna:



..pakkinn fær reyndar ekki góða dóma á amazon? Hvur fjárinn. Ég verð að komast í þetta sem fyrst.

Og það var ákveðið núna rétt í þessu að ég fengi frí föstudaginn 2. janúar, þannig að langa langa áramótahelgin er in effect. Einsog enskir frændur okkar vilja hafaða.

Snow Crash er að verða búin. Hún slappaðist aðeins niður þarna á skipinu en ég treysti því að hann klári með stæl. Ef hann gerir það þá þarf ég að tékka á Anathem.

Hei vá og svo kom kassi með myndasögum frá Nexus áðan. Eitthvað til að lesa: Doctor Sleepless og Scalped númer þrjú.

Og!

JCVD.

-b.

Engin ummæli: