16 desember 2008

Myndugheit gærkvöldsins

Þegar maður bakar piparkökur þá tekur bakarinn fyrst fram steikarpottinn og 2x500gr af smjörlíki.

Svo sér hann að það er hvorki til hjartarsalt né hvítur pipar í húsinu, verður vonsvikinn í smástund en ákveður þá að baka engiferkökur í staðinn. En þá er ekki heldur til vog, og uppskriftin kallar á 500gr af hveiti og sama af púðursykri. Bakarinn fer á netið og gáir hvort hægt sé að umreikna þetta yfir í desilítra. Jú, það er hægt, en reiknilíkönin eru undarleg: Það er til dæmis ekki sama um hvað er rætt þegar breyta á úr bollum í desilítra, jafnvel þótt hvortveggja sé spurning um rúmmál. Hann fer því á hæðina fyrir neðan og fær lánaða vog.

Hann tekur allskonar hráefni og setur í skál, en þegar eggin og smjörlíkið eru komin útí þá er óskup lítið pláss eftir í skálinni, svo hann hellir öllu draslinu á eldhúsborðið og hnoðar. Hún Ingibjörg hleypur til og færir allskonar drasl af borðinu því hann er deigugur á höndunum. Bakarinn kann henni miklar þakkir fyrir.

Þetta hnoðast og hnoðast og verður að lokum hlunkur af deigi. Bakarinn hafði hugsað sér að geyma degið í ísskápnum eina eða tvær nætur og baka seinna, en þetta lítur allt svo vel út, hann ákveður að baka allavega smá núna strax. Hann kveikir á ofninum og fer að búa til kúlur.

Hann breiðir þetta deig semsé ekki út á fjöl.

Það komast 25 smákökur á hverja plötu, hann bakar minnir mig tæpar fimm plötur. Megnið fer oní kökukrús, smá affall í plastpoka á eldhúsborðið, og smá platti fer niður með voginni aftur þegar henni er skilað. Af því þannig gera bakarar.

Svo er heldur ekki úr vegi að sýna myndir af öllu saman:

Hér er uppskriftin, ég tók mynd af henni þegar ég skrapp heim á Selfoss um helgina. Án hennar hefði þetta aldrei getað gerst.



Hér er deigið komið á borðið. Hlúnkur og svona.



Kúlurnar á borðinu, ég týndi þær síðan á plöturnar..



Og þegar plöturnar komu útúr ofninum þá litu þær svona út!



Nærmynd af deigkúlu. Ekki ósvipuð deigkúlunni hér ofar, bara minni.



Næsta plata tilbúin inní ofn, og bakaðar kökur í baksýn.



-b.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja, er ekki komið að mér að segja einhvern brandara hér í kommentarann?

Vædyr

Nafnlaus sagði...

Björn! Þú ert augljóslega mikill karlkostur.

-Ingi

Nafnlaus sagði...

Hei Ingi !! ég ætlaði að segja brandara, alltaf þarft þú að stíga fyrir sólu mína.

V-maðurinn

Björninn sagði...

Hells jess Ingi maður.

Og Víðir, ekkert vera að flýta þér með þennan brandara, íhugaðu hann vel og vandlega og komdu svo aftur og deildu honum með okkur þegar allt er reddí.