01 október 2008

Eitt ár á safninu

Ég hef verið hérna í eitt ár. Og dag.

Mér fannst ég ekki hafa breyst að neinu ráði, en ég hugsaði fyrir því: Eftir fyrsta vinnudaginn teiknaði ég mynd af mér í tölvuna, og núna áðan teiknaði ég aðra mynd af mér. Og jeminn eini Björn, þetta hefur verið viðburðaríkt ár! Er þetta sami maðurinn??:



Svona er tíminn fljótur að líða.

-b.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

thu snyrd ekki lengur i attina ad solinni, spurning um ad haetta thessu bara.

Vidor Vido

Nafnlaus sagði...

Mér er spurn: Hvenær snerir þú við? Ég fæ ekki betur séð en að einhverntíman á tímabilinu 02.10.07- 01.10.08 hafir þú snúið við.

Eða eru þetta tveir ólíkir menn sem mætast?

-Ingi

Björninn sagði...

Ja meiningin var sú að þarna væri ég að dansa (einsog ég á til), í fyrri myndinni sný ég í aðra áttina, í þeirri seinni í hina.

Ef lífið er dans á rósum þá liggur tilbreytingin helst í því á hvorum hælnum maður snýr sér þá stundina.