20 október 2008

Das Weakend

Það var óskup erfitt að gera mér til geðs á þessari Airwaves hátíð. Half Tiger var eina bandið sem ég minnist þess að hafi gert eitthvað af viti uppá sviði, og þó voru þau alls ekki að sprengja huga minn. Þetta orsakaðist að hluta til af því, hugsa ég, að við vorum yfirleitt dálítið seint á ferðinni og gátum ekki hugsað okkur að bíða í endalausum röðum.

Á föstudaginn: Röðin inná Tunglið náði á einum tímapunkti að dyrum Grillhússins, og hreyfðist samasem ekki neitt.

Á laugardaginn: Röðin inná Listasafnið á meðan Boys in a Band voru að spila náði út Hafnarhúsið, yfir götuna og að Tollstjórahúsinu.

Bönd sem ég sá en gerðu samasem ekkert fyrir mig: Space Vestite, <3 Svanhvít, For a Minor Reflection, Florence & the Machine, Fuck buttons, FM Belfast, Retro Stefsson, Pnau, Crystal Castles og Yelle. Þá á ég ekki við að mér hafi dauðleiðst allan tímann en það var ekkert við tónlistina eða performansinn sem fékk mig til að vilja hlusta á þau aftur.

Ég hugsa að það hafi heldur ekki bætt úr skák að Tunglið og Organ eru báðir afspyrnulélegir tónleikastaðir, á Tunglinu var fólki hrúgað inn svo það stóð maður við mann, og bjórinn var allstaðar bjánalega dýr.

Og þetta er erfitt maður. Ég var uppgefinn á sunnudaginn, svaf helling um nóttina en vaknaði þreyttur. Ég er góður í dag. Rækt á eftir.. ég er marinn á vinstri ökkla og sköflungi eftir að hafa dottið niður tröppur í Baðhúsinu, sár á vinstri fæti eftir að hafa gengið í alltof litlum skóm laugardagsnóttina - ég gleymdi skónum mínum í TBR. Og ég er dálítið óvirkur enn í hægri úlfliðnum eftir.. vitleysu. Harðsperrur útum allt eftir badmintonið og maxxsið í ræktinni þar á eftir.

En nú er vinna næstu helgi og yndisleg rólegheit. Ég er að hugsa um að taka mér frí mánudaginn eftir og baka pönnukökur.

-b.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég kíkti út á sunnudagskvöldið og sá fjallabræður, Dr. Spock og Boys in a band. Það var eiginlega besta kvöldið.

Nafnlaus sagði...

Þetta var Egill... sko

Nafnlaus sagði...

voru bojs in a bend jafngóðir og í fyrra ?

Víðir

Björninn sagði...

Já, ég vildi að ég hefði séð Dr. Spock og Boys in a Band. Spock var held ég hápunkturinn á minni Airwaves 2007, og strákarnir svalir í Lídó.

Ég gerði mér engan veginn grein fyrir því að það væri eitthvað að gerast á sunnudagskvöldið.. en ég hefði alveg pottþétt ekki haft orku í að fara neitt, hefði ég vitað af því.