Í dag fór ég niðrí H&M og keypti mér græna úlpu. Munurinn var svakalegur. Þið ættuð að prófa að labba um á bolnum í þrjá daga að vetri til og skipta svo yfir í asskoti hlýja úlpu. Mér var sjóðheitt. En þetta bölvaða kvef fer að sama skapi að draga sig í hlé. Vona ég.
Þarsem ég var kominn í nýtt úlp ákvað ég að reyna barinn aftur. Í metrónum á leiðinni las ég í Auster. Ég labbaði frá Nörreport niðrá Stengade. Barinn heitir Stengade 30 og gæti allteins verið neðanjarðar með inngang í gegnum holu í jörðinni í bakgarðinum hjá Sívertsen hjónunum.. Hann er allajafna vel falinn, það er það sem ég á við. Gekk inná aðra hæð og sagði við barþjóninn ,,þetta er taskan mín!" Þarna var hún á borðinu bakvið barinn. Ég var að fara að segja ,,það er skrifbók í henni þarsem nafnið mitt er skrifað" en hann slengdi henni bara í mig einn tveir og þrír. Sagði ,,mér er alveg sama hvað er í henni." Tú-sjei.
Ég get ekki lýst því hvað ég var sáttur. Og er. Peysan og ipoddinn eru týnd og dönskum mosatröllum gefin, en það verður bara að hafa það. Ég kaupi mér nýjan ipodd þegar ég hef efni á því, og man að fara ekki með hann á djammið. En það er ekki einsog ég geti ekki lifað án hans.
Ég hef svona verið að prófa að setja einhverja mynd í efra hornið hægra megin. Ég hef tekið eftir því að ég les sjálfur frekar skrif þarsem myndir fylgja með, en þetta er líka bara spurning um að skreyta. Hafa eitthvað aðeins meira í gangi en bara texta, þósvo hann sé fínn eins langt og hann nær. Það er vissulega hægt að fara illa með myndskreytingar, en sumstaðar dettur maður inná skemmtilegar útfærslur einsog þeir eru með á Heaven and Here, blóksíðu um The Wire. Einsog þessi færsla hér. Endrum og eins koma inn stærðarinnar myndir sem tengjast umfjöllunarefninu ekki endilega beint, en styðja við fílínginn í greininni og staðsetja hana í tengslum við poppkúltúr eða þjóðfélagið almennt.
Virkar mjög klunnalegt svona við fyrstu sýn, en er í raun mjög skemmtileg leið til að nota myndir í þessu óendanlega stóra plássi.
En bíðum við. Já. Ég fann semsagt töskuna mína og bókina mína aftur. Þannig að þetta var góður dagur.
-b.
5 ummæli:
Til hamingju gaur. Gott að þú skulir hafa fengið mólskænið aftur. Ég skil reyndar ekki að þú skulir ekki flippa yfir ipdodinum, ég veit að ef ég myndi týna (123) færanlegu hljómgjafavélinni minni myndi ég flippa og drepa einhvern (53 prósent líkur á því...að minnsta kosti).
Þegar kalt er í veðri og stormur úti er gott að eiga góða úlpu, eins og segir í laginu. En til lukku með fundinn!
--Ýmir
Takk fyrir það, báðir tveir.
Þetta er frábært nýyrði hjá þér Davíð. Einsog skáldið sagði: Hversvegna að nota bara tvö atkvæði þegar þú getur notað tíu?
En ég veit það ekki.. mér finnst einsog ég ætti að vera rosa fúll yfir þessu en ég er það bara ekki. Fokk itt.
Í ógeðslega sanngjörnum heimi þá myndir þú fá æpoddarann minn. en þökk sé pólitíkusum þá er þetta frekar slæmur heimur.
Kannske var hvarfið á mínum eihverskonar næstabæjar-karma fyrir það þegar þú fannst þinn á djamminu. Hver veit.
Skrifa ummæli