Ég var að horfa á The Departed og datt í hug annar titill á myndina, eitthvað sem væri dálítið meira lýsandi. Hann er þessi:
The Rat and the Cellphone: How to Be a Rat With a Cellphone and Rat Out Other Cellphone-Carrying Rats With Your Cellphone, Like the Rat You Are, Ya Rat!.
En hún var samt fín. Góðasta löggu-bófamynd. Held ég hefði svei mér þá haft gaman af því að sjá hana í bíó. Voða slikk, góður leikur í alla staði og bara.. já. Mjög vel afgreitt alltsaman. Voða lítið meira um það að segja án þess að spilla endinum, enn og aftur.
...
Og talandi um skepnur, ég sá hrafnaþing eða krákuráð eða.. eitthvað. Svoleiðis. Á leiðinni heim úr skólanum í dag. Kom uppúr jörðinni á milli Íslandsbryggju og DR Byen og það var glás af krákum á grasinu austan megin við metrólínuna. Heill haugur. Vildi að ég hefði getað staldrað við, en því var ekki að heilsa.
Við sem lesum Gaiman vitum sosum hvernig þetta endar hvorteðer.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli