Ég kannast ekki við þá sem skrifa þetta, en þeir leggja sig greinilega fram við að rugla mann í ríminu. Manni er hent inní hringiðuna og það er ekki verið að útskýra hlutina oftar en einusinni. Gaurinn á tvsquad ber þetta saman við Syriana, sem er ekki vitlaus líking. Hver einasti þráður sögunnar hefur sérstaka áferð, og það er ekki fyrr en undir lok þáttarins sem manni sýnist þeir allir fara að tengjast. Ég er samt að spá í því hvort það sé jafnvel of snemmt, því nú eiga að vera fimm þættir eftir.. En þetta er þétt, vel skrifað og snassí. Mig langar að sjá hvað gerist næst.
Miðað við það hversu lítið þátturinn sjálfur gefur upp fannst mér dálítið skrýtið að sjá fremur ítarlegar lýsingar á persónunum á heimasíðu þáttarins á bbc.com. Einsog þetta hér, um lögfræðinginn sem skoðar mál breska fangans, merkt ,,Personal attributes":
- Feisty, brave. Passionate in her fight against miscarriage of justice. Gets personally involved.
- Not afraid to say what she feels. Has been reprimanded for insulting one of her Counsellors.
- Her file in Whitehall reads - needs watching but has great potential.
- The poverty of her background taught her to go for something if you want it, second chances are very rare.
- Has a huge well of empathy. And love of life. When she loves, she loves well.
- Fell madly in love but was dumped. Despite the pain, Jane refused to hide under the bedcovers. But it did remind her of the message learnt from her father and mother's destructive relationship. You get the man you believe you deserve.
- Jane may flirt with the boys, but she is secure enough to wait for a man to come into her life.
Þetta er einsog eitthvað sem maður myndi finna á aðdáendasíðu fyrir karakter úr Nágrönnum. Algerlega úr takti við þáttinn sjálfan.
Á heimasíðunni má líka finna pínu leim en samt nokkuð skemmtilegan diplomacy-spilaleik sem ég festist í núna eftir að hafa horft á þáttinn. Þeir kalla hann Line of Influence. Þar leikur maður áðurnefndan sendiherra Hennar Hátignar til Washington, og reynir að sigra í pólitískum viðræðum við hina og þessa opinbera starfsmenn til að ná fram markmiðum bresku utanríkisþjónustunnar. Þau geta verið allt frá því að senda neyðaraðstoð til Suður-Afríku, yfir í að hylma yfir ólöglega fangaflutninga með bandarísku leyniþjónustunni. Það er dálítið skrýtið að fá punkta fyrir svona siðlausar athafnir, en það er alltaf gaman að vinna. ..sem er pólitík í hnotskurn, býst ég við.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli