15 desember 2005

Næturbrölt

Næst er það CSI: Nights.

Grissom kemur heim af rannsóknardeildinni, nýbúinn að leysa ótal ráðgátur. Fer í sturtu og ný föt og heldur síðan útí nóttina til að.. uu.. leysa ráðgátur.
En meira svona þessar af myrkari gerðinni. Eitthvað sem virkar voða yfirnáttúrulegt (en á sér vitaskuld náttúrulega og rökrétta útskýringu, þegar betur er að gáð).

Ég bjó til mynd til að hafa sem banner. En hún er kannske heldur spiffí eitthvað. Eða textasvæðin plein. Spiffí versus plein. Það er málið hérna í netveröld.

-b.

2 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Var Baywatch Nights einhvern tímann með rökrétta skýringu undir lokin? Meira að segja í þættinum þar sem að frosinn víking bar á strendur Bandaríkjanna, þiðnaði og byrjaði að höggva í mann og annan (eini þátturinn sem ég man eftir).
...Myndin er dálítið of..himinblá? Ég veit ekki. Svo væri betra ef maður fengi að sjá færsluna þegar maður kommentar, óþægilegt að vera ekki með hana fyrir framan sig. Maður verður að hafa staðreyndir á hreinu, án þess að vera að svissa milli glugga.
Langa komment! Ég ætti að vera að klára ritgerð sem ég er varla byrjaður á...og ég held fökking áfram eins og versta flón.

Björninn sagði...

Ég man satt best að segja voða lítið eftir þessum þáttum sjálfur, en ég held að það sé munurinn á strandverði og yfirmanni vettvangsrannsókna hjá lögreglunni, að sá síðarnefndi þarf að komast til botns í sínum málum (svipað og Sköllí), á meðan sá fyrrnefndi getur yppt öxlum og snúið sér aftur að gellunum.

Þegar þú segir himinblá, áttu þá við ,,blá" einsog í ,,gei"? Það mætti sosum til sanns vegar færa.. en þetta átti jú allt að vera soldið blátt.. svona blá-mótíf. En ég þarf að fikta í þessu meira sé ég.

Ég gæti látið kommentin koma upp í pop-up glugga, er það þægilegra? Annars er alltaf hægt að smella á ,,show original post" hérna fyrir ofan. Það ætti alveg að virka held ég.

Takk annars fyrir innleggið. Ég met það mikils.