11 desember 2005

Klipparinn

Þeir voru að sýna lokaþátt fyrstu seríu af Battlestar Galactica á Skjá einum áðan.. ég hafði nú tekið eftir þessu áður, en datt í hug að sýna hvernig þetta lítur út. Þessir þættir eru í widescreen, alveg einsog hellingur af öðru ágætis sjónvarpsefni (einsog tildæmis Sopranos, og það sama er uppá teningnum þar), en þegar þeir eru sýndir í íslensku sjónvarpi eru þeir klipptir niður. Hrikalega lélegt..

Einsog reyndar alltaf þegar gott stöff er klippt í sundur. Man alltaf eftir því þegar ég sá Pulp Fiction í réttum hlutföllum í fyrsta skipti. Hún kom út niðurklippt á vídjóleigurnar hérna forðum. Slæmt dót. En allavega, hér eru myndirnar sem ég tók. (Ég tók bara svona snappsjott af bg þætti sem ég á á disk og klippti síðan af hliðunum til að setja það í 4:3.)





-b.

Engin ummæli: