20 desember 2005

Lán í óláni í láni

Nei það er reyndar ekki rétt, ég er að snúa þessu uppí eitthvað vesen. Sem það er ekki.

En ég á semsagt að mæta með einhverja jólagjöf í kvöld, og ég veit ekki hvað það á að vera. Fékk símhringingu í dag frá Ægisíðunni og mér sagt að ég ætti jólagjöf hjá þeim sem ég gæti sótt þegar ég vildi. Ókei, helst vildi ég geta haft þetta einfalt og gefið það sem ég fengi frá Essó (svo lengi sem það væri ekki eitthvað rosa takkí einsog vekjaraklukka þarsem hendurnar á tígrisdýrinu segja til um tímann). En svo opna ég gaurinn og þá er það 10.000króna gjafakort í Smáralind.

!

Almennilegt. En ég tími eiginlega ekki að setja það í einhvern leynipakka. Heldur vil ég nota það til að kaupa massa af jólagjöfum, en ég hef víst enga afsökun til að gera það ekki þetta árið (ég hef verið svo helvíti blankur undanfarin jól). Þarf bara að redda mér niðrí Smáralind.

-b.

Engin ummæli: