Ég man aldrei hvort græna ljósið á samlokugrillinu mínu þýðir að það sé allt í góðu grilli ennþá og ég þurfi ekki að kippa matnum út fyrren á rauða, eða hvort það er að 'gefa mér grænt' á að skafa ljúfmetið úr kjafti þess.
Grillið er nefnilega orðið dálítið leiðinlegt (ég man reyndar ekki hvort þetta hefur alltaf verið svona eða hvort það ágerðist með tímanum) á þann veginn að brauðið festist alltaf við efri kjálkann á því.. þannig að ég þarf að opna það lítið eitt, og plokka samlokurnar síðan niður þannig að þær detta í neðri góminn. Og þaðan get ég ýtt þeim á disk.
Væri ég að skrifa fyrir lesendur hefði ég sleppt þessari síðustu málsgrein. En svei mér þá, ef ég væri á annað borð að lesa um samlokugrill þá myndi ég sko vilja vita allt sem viðkomandi gæti sagt mér um það. Sérstaklega svona karaktereinkenni. Drekkur það í laumi? Er það sólgið í Su Doku þrautir? Spilar það Guns 'n Roses í heddfónum inní kirkjunni á meðan aðrir raula sálma?
Nei. En það kann að grilla samlokur.
Segðu mér meira!
-b.
1 ummæli:
Skrifa ummæli