Ég kveikti samt ekki á því fyrren ég vaknaði að ég er ekkert í fjölbrautarskólanum heldur.
Síðan var ég líka að lesa einhverja bók, sem ég man ekki um hvað fjallaði, en ein setning situr eftir af einhverjum ástæðum:
In Solamnan, a thing's value lay not in how much it cost, but in how very, very expensive it was.Málið er að ég man óljóslega eftir því að hafa verið að lesa þessa línu, og þarsem ég gaf mér að þetta Solamnan væri fyrirmyndarríki þá breytti ég ,,lay in how much it cost" í ,,lay not in how much it cost" jafnóðum og ég las. En þá kom þessi viðbót.. einhver átök í gangi þarna.
Ég er farinn að stressa mig á því hversu fáum blaðsíðum ég skila í dag. Þetta eru bara fimm síður, tæpar.. Vona að það blessist einhvernvegin.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli