10 nóvember 2005

Intermeil

Ég tékka á tetriz_hjá_mail.isl.is póstfanginu mínu með reglulega löngu millibili. Það kemur mér alltaf jafn skemmtilega á óvart að ég skuli muna lykilorðið.. Ég gæti náttúrulega ekki lesið það upp eftir minni, en puttarnir rata sína leið á lyklaborðinu (einsog með svo margt annað). En allavega, ég fæ einhvern slæðing af ruslpósti þangað, en þó ekki svo að ég þurfi að tæma þaðan út vikulega eða eitthvað slíkt (enda væri ég þá löngu hættur að spá í draslinu).

En núna finn ég nokkur skeyti sem eiga bara ekkert heima hjá mér... Hér er eitt sem er sent föstudaginn 12. ágúst 2005 frá Kristjáni Grétarssyni til Júlíönnu Magnúsdóttur:
Sæl og blessuð Júlíanna

Hvaða eign ertu að spá í nákvæmlega, þú tekur það
nefnilega ekki fram ?

kveðja
Kristján Grétarsson

-----Original Message-----
From: Björninn [mailto:tetriz@isl.is]
Sent: 27. janúar 2003 18:03
To: Húsin í bænum
Subject: fyrirspurn


Komið þið sæl.

Eigið þið nokkuð söluyfirlit yfir þessa eign eða einhvað
sem sem sýnir
greiðslubirgði af áhvílandi lánum?

Kveðja
Júlíana Magnúsdóttir
jthm@hi.is
s: 895 7372
(Ég er ekkert að klippa þetta niður neitt, það er nú ekkert markvert í þessu bréfi þannig. Og póstföngin halda sér fyrir mér, ég þekki þetta fólk ekki neitt.)

Hef ekki hugmynd um hvaða lið þetta er. Ég hef aldrei, aldrei sent neinskonar fyrirspurn í sambandi við fasteign eða áhvílandi lán eða neitt slíkt. En þó kemur þetta tökunafn mitt, Björninn, fram í hausnum á undan þessu isl.is netfangi (en ég minnist þess ekki að hafa blandað þessum tveimur saman)..

...

Ég er annars að hlusta á plötuna The Back Room með Editors og get ekki gert það upp við mig hvort þetta sé aum Interpol eftirherma (einsog mér skilst að Ingi vilji meina) eða bara ágætis plata sem fetar kannske heldur duglega í fótspor þessara indí-diskópaunk-wave gaura sem hafa verið svo vinsælir uppá síðkastið.. Interpol, Bloc Party, Killers o.s.frv.

Hvort heldur sem er þá hljómar hún ekki einsog eitthvað sem ég væri til í að hlusta á aftur eftir ár. Annað en Turn on the Bright Lights tildæmis.. ég veit ekki alveg með plötur hinna, en það kemur í ljós. Ég fíla þær vel enn sem komið er.

-b.

Engin ummæli: