Ég er að verða búinn með fyrstu þáttaröð af ,,Battlestar Galactica". Get ekki hætt. Ég veit ekki hvort ég er bara farinn að ná í gott sjónvarp eða hvort viðmiðin mín fara lækkandi.. mig grunar reyndar að ég hafi haft fordóma gagnvart þessum þáttum síðan ég sá Warren Ellis minnast á þá í einhverjum dálknum þarsem hann var að bera saman teiknimyndasöguna From Hell og bíómyndina sem var byggð á henni. Kvótið var einhvernvegin svona:
If the movie was an episode of Battlestar Galactica with a guest appearance by the Smurfs and everyone spoke Dutch, the graphic novel is Citizen Kane with added sex scenes and music by your favourite ten bands and everyone in the world you ever hated dies at the end.-Mor gúddness.
..en hvað veit hann sosum. Mér þykir nokkuð skemmtilegt að sjá þátt sem grípur til grískrar (nb. ekki latneskrar) goðafræði og hefur bara gaman af að velta sér uppúr því. Pláneturnar eru skírðar eftir stjörnumerkjunum, for cryin' out loud. Og þessi togstreita á milli eingyðis- og fjölgyðistrúar vekur upp ýmsar spurningar.. Jú og svo er þetta líka ágætis tilbreyting frá því einsleita batteríi sem ,,Star Trek" er (þótt ég hafi nú alltaf haft gaman af Star Trek). Hver einasti þáttur endar ekki á fullvissunardæmi þess efnis að skipstjórinn sé besta manneskja sem litið hefur dagsins.. geim.
Fór með Martoni og Má á Lord of War áðan og hafði bara gaman af. Einstaka veikir punktar, þá kannske helst í voís óverinu (gef mér orð, nýyrðamenn). Gott dæmi: ,,They say 'evil prevails when good men do nothing'. What they should say is 'evil prevails'."
Fín hugmynd en arfaslök tenging á milli. Þegar þú vilt koma því til skila að fólk ætti að segja eitthvað eitt í staðinn fyrir annað þá gerirðu það alls ekki með því að segja ,,fólk ætti að segja".
..það er að segja í bíómynd. Það er allt í lagi að gera það á netinu.
-b.
1 ummæli:
Það er doldið langt Már.
En samt, til hamingju með að vera sá fyrsti sem kommentar hér, fyrir utan einhver auglýsingavélmenni sem ég sparkaði út fyrir nokkru.
Skrifa ummæli