09 nóvember 2005

Dévaffdé sjöund

Amazon pakkinn minn var að koma í hús, tólf dögum á undan áætlun. Mér þykir það svo gaman ég næ bara ekki í skottið á mér. Og ég sem er svo lítið búinn að gera í dag..

Arrested Development, fyrsta og önnur sería, Profit, Monty Python and the Holy Grail Collector's Edition (þéttur pakki) og Mr. Show: What Happened?!, bók um þættina og þá sem komu að þeim.

Voða sjónvarp eitthvað. En það er jú gott dót í því einsog öðru. Miðill um miðil.

Svo eru ullarsokkar líka það besta síðan ullin sjálf var fyrst ofin. Hallur gleymdi pari á ofninum hjá mér eftir að hann óð skafla og slabb til að komast í útskriftarafmælispartíið mitt, og nú hef ég tekið þá í mína þjónustu. Alveg frábæró. Hefði ekkert á móti því að eiga eina góða lopapeysu líka, svei mér þá. Hef ekki hugmynd um hvað varð um mína gömlu..

...

Og hér er eitt sem ég get varla gert með neinum árangri þegar ég er einn með sjálfum mér lesendahópur þessarar síðu, en það er að monta mig af einhverju ákveðnu.. Fyrir nokkrum vikum síðan ansaði ég klukki á vitleysingum sem var voða sjöfalt alltsaman. Nema hvað það voru bara sex liðir, svo ég bætti hinum sjöunda við, til að fullkomna galdurinn, svo að segja. Þetta var það sem ég sagði reyndar, orð fyrir orð:
Annars skil ég ekki hversvegna það eru ekki sjö liðir í þessu dæmi. Ég ætla að bæta einum við og fullkomna þannig galdurinn, sjö sinnum sjö.
Svo var ég að skoða síðuna hennar Tinnu, þarsem hún er að ansa samskonar klukki, en þar virðist þessi sjöundi liður vera orðinn normið.

Ég reyndi að rekja þetta aftur, en það strandar alltaf á einhverjum sem tilgreinir ekki klukkarann, og allstaðar notar fólk sjöunda liðinn. Ég klukkaði sjálfur engann í framhaldi af mínu dæmi, svo það er blindgata í sjálfu sér.. Ég veit ekki hvernig þetta gerðist, en ég veit að það er frá mér komið. Hefur það eitthvað að segja mér, eða er þetta bara svona hei hei-eitthvað? Gaman?

Já jæja, þetta er kannske ekki beint mont. En þetta er svona semi-merkilegt frá mínum sjónarhóli séð. Eitthvað sem ég myndi blaðra um við fólk á MSN án þess að hika tvisvar, en nú er gaspurhóllinn minn sokkinn undan mér. Þá fleygi ég þessu bara í liðhlaups-holuna góðu og moka yfir.

I really feel like a dream is being woven.

-b.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.