10 febrúar 2009

TNG lokið

Muniði eftir þessum hér?:



Ég kláraði síðasta diskinn í gær, var þá reyndar búinn að horfa á allra síðasta þáttinn á aðfararnótt sunnudags en átti eitthvað aukaefni eftir.

Þetta tók semsagt slétta tvo mánuði.

Látum okkur sjá, það eru 62 dagar og 178 þættir. Eða 2,87 þættir á dag.

UPPFÆRT: Þetta var vitlaust reiknað hjá mér, ég hafði þegar horft á fyrstu tvær seríurnar áður en ég fékk pakkann lánaðan, þannig að þetta voru bara 131 þáttur og þ.a.l. bara 2,11 þættir á dag.

Við segjum kannske bara ekkert meira um það í bili.

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vondum tíma vel varið

hkh

Björninn sagði...

Ég gæti ekki mögulega orðað það betur sjálfur.