04 febrúar 2009

Hjúkkett: The Freedom Version Edition

Undanfarnar vikur hefur læðst að mér sá grunur að lýðræðislegur grundvöllur samfélagins sé að molna undan fótum mínum. Þessi grunur ágerðist dag frá degi. En í dag sló af: ég kaus í stúdentakosningum on kampuss.

Mitt atkvæði verður talið! Ég er ekki númer!

(Þó svo að atkvæðið mitt sé í raun bara númer, eitt af fjölmörgum sem bætist inní ákveðinn dálk og keppir þar við önnur númer í öðrum dálki. Ég er samt ekki númerið sko, það er það sem ég á við. Ég er björn.)

Hversu kjánalegt er það samt að einkennisstafur Vöku sé A og Röskvu V?

Frekar kjánalegt.

Og!

Iceland is a frigid rock in the middle of nowhere that has gone bankrupt and gone gay:

Engin ummæli: