19 febrúar 2009

Hvurrs!

Eruði ekki að grínast með það að ég hafi ekkert skrifað hér inn í rúma viku?

Án þess að taka neitt sérstaklega eftir því fyrren núna?

Set bara vídjó á facebook og hræki smælkjum á twitter?

?

Jæja þá.

Það var nóg að gera í vinnunni á föstudaginn og mánudaginn, en ég var veikur heima þriðjudag og miðvikudag. Fékk einhvern brennandi verk í hnakkann og uppí haus á mánudagskvöld, var litlu skárri daginn eftir og var þessvegna ekkert að mæta. Ég hefði nú hugsanlega getað andskotast í vinnuna í gær en ég ákvað að gefa mér einn dag í viðbót og sé ekki eftir því, ég er orðinn svo mikið fylgjandi því að fara hægt af stað síðan í sumar.

Um helgina hittumst við strákarnir í púl, fórum svo í hambó og bjór heima hjá Davíð. Gaurarnir duttu út hægt og rólega; einn var að keyra, annar þurfti á Selfoss, þriðji á djammið, fjórði í rúmið og við Egill vorum dúó upp Miklubraut og í karókí á Bólstaðahlíð. Með stelpunum.

Ég er að vinna næstu helgi. Grátur. Með því safna ég tímum sem ég kem til með að taka út eftir tæpar fimm vikur þegar við förum til Lundúna beibí. Maður þarf að hafa flugmiða til að kaupa gjaldeyri, Hallur sagði mér það áðan.

-b.

Engin ummæli: