Það er orðið dálítið langt síðan ég birti skemmtilega kápu á þessari síðu. Hér er ein sem ég rakst á áðan, og ég tel að eigi rétt á ítarlegri umfjöllun allstaðar annarstaðar en hér. Þetta er Kvöldbók Línu:
Já hún Lína er eitthvað lokuð greyið, allar línur uppteknar eða blíðan utan þjónustusvæðis. En rauðhærða kvennagullið með bartana veit sko alveg hvernig á að taka á svoleiðis; handahreyfing segir meira en þúsund orð.
Smúð.
-b.
6 ummæli:
En kræst! Er hún Lína 12 ára eða hvað? Rauðhærða kvikindið er það allavega ekki, en hún gæti verið það.
-Ingi
JÁ! Langbesta kápa síðasta flóðs.
Ef það er gras á vellinum Ingi.
Þá sendum við 22 fíleflda karlmenn inná völlinn til að spreyta sig og kannski einn lítinn dómara til að hafa reglu á þessu öllu, svo menn séu ekki að brjóta á hvor öðrum og svona. Svo er spurning hvort það er rangstaða með eða ekki.
skuggi
Úff þið eruð ferlegir! Gras á vellinum! Dæma rangstöðu eftirá!
-Ingi
Já.. Það vandræðalegasta við þetta allt saman eru innáskiptingarnar.
Skrifa ummæli