Niðurstöður úr nýafstaðinni formöttun á tölvunni minni eru svohljóðandi:
Tímasparnaður í ræsingu: 20 sekúndur.
Keyrsluþungi í hvíld minnkaði um 12%.
Drasl sem safnast hafði inná tölvuna og þjónaði engum tilgangi, og var þarmeð hreinsað burt: u.þ.b. 15gb.
Til þess að geta gert þetta keypti ég mér annan litlan flakkara. Þessi er WD passport 150gb, tveggja og hálfs tommu. Hundrað og fimmtíu eru víst ekkert rosalega mikið, en miðað við það að tölvan sjálf er sirka 130gb þá er þetta mikill munur.
Og enn man ég eftir fyrstu borðtölvunni minni, harði diskurinn í henni rúmaði heilt gigabæt.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli