Geir með krabbamein. Kosið í maí.
Er ekkert grunsamlegt við það að báðir topparnir í ríkisstjórninni skuli greinast með æxli með stuttu millibili, annar í huga og hinn í rödd?
Þá á ég ekki við að þau séu að gera sér upp meinin eða neitt slíkt, heldur að hérna sé eitthvað kosmískt afl á ferðinni.
Halldór Ásgrímsson virðist hafa sloppið með lungnabólgu og öndunarvél.
Strangt til tekið er þetta ekkert annað en óréttlátt: Bankastjórarnir glíma við grá hár og ístru. Auðmennirnir bíða álitshnekki en þeim er alveg sama: þeir eru ekki í pólitík.
Ég hugsa meira að segja að hér sé hægt að finna einn tvo brandara um lífverði og líkamsrækt, en ég ætla ekki að leita því ég er séntilmaður.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli