29 apríl 2008

Myndir og ráðleggingar fjöldamorðingja

Ég fékk myndasögupakkann minn í dag, jei. Böns af blöðum. Þar á meðal The Invisibles númer 16, þarsem Morrison sendir lesendum þessi skilaboð:



Það má vera að þetta sé til uppskrifað á netinu, eða jafnvel í mynd, en ég var með skannann við höndina..

Og svo rakst ég á enska þýðingu á Gauragangi núna áðan. Kápan er undarleg:



en ég held að hún hafi ekki komið út á ensku áður.

Svo fann ég hérna myndir af persónum úr The Wire, teiknaðar einsog þær séu í The Simpsons. The.. Wiresons? Nei. Æ. En hérna er ein:



Og smellið á myndina fyrir fleiri dæmi.

OG OG og, þetta er það besta síðan eitthvað í síðustu eða þarsíðustu viku:

Gaur skrifar bréf til fjöldamorðingja og annarra, þarsem hann þykist vera tíu ára gutti, og spyr þá ráða: Á hann að hætta í skólanum? Hvernig getur hann safnað sér fyrir seglskútu? Sá fyrsti heitir Richard Ramirez og er víst kallaður ,,The Nightstalker". Hann svarar stráksa á sérhannað bréfsefni með THE NIGHTSTALKER í hausnum. Mig langar að finnst það svalt en líklega er það bara óskaplega truflandi og hræðilegt og skuggalegt.

Það er svona upp og ofan hvað þeir hafa til málanna að leggja, morðingjarnir, en þótt þið nennið varla að lesa svonalagað þá er algert lágmark að sjá bréfið hans Charles Mansons. Sjúklegt. Og sjúklega fyndið.

-b.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

meira einsog þær séu í Futurama,

Björninn sagði...

Er þetta það eina sem þú hefur að segja um allt það sem ég er að leggja fyrir? Þú ert flón, ónafngreindi herra. Þingvallaflón og vitleysingur.

Það er hinsvegar nokkuð til í þessu hjá þér, allavega með D og Bodie.

Samt flón.

Nafnlaus sagði...

djöfullsins fífl

Nafnlaus sagði...

nei kjoð