10 apríl 2008

Hugmyndahellir

Kanye West er með spes síðu á blókinu sínu fyrir myndir af fólki með það sem hann kallar ,,stronger gleraugu". Er ekki til einhver mynd af Má eða öðrum með þessi riffluðu gleraugu hans? Helst þarsem viðkomandi heldur á dagblaði dagsins (fortíðarinnar) til að sýna hversu hipp og kúl hann var fyrir alla tíð.

Öryggishliðið í vinnunni er að gera mig vitlausan. (Nú myndu sumir skrifa ,,gera mig gráhærðan" en ég held það sé eitthvað annað og meira sem sér til þess.)

Það eru sjötíu og níu dagar í brottför. Paff. Það er bara sjötíu og níu sinnum einn svona dagur einsog ég sópaði burt í gær. Ekkert mál. Og ég er strax byrjaður að safna frítímum aftur, einsog ég gerði fyrir Svíþjóðarferðina.. jafnvel þótt ég hafi ekki byrjað fyrren í október þá ætti ég að geta tekið mér dulítið sumarfrí.

Sólin er farin að skína aðeins, en vorið nær bara útað glugganum, veðrið fyrir utan dyrnar er ennþá kalt. Og úti.

Ég fór að kíkja í Sjónhverfingar eftir Hermann Stefáns um daginn. Mig minnir að ég hafi keypt hana á einhverri útsölunni og lagt hana uppí hillu. En hún er helvíti skemmtileg. Það kemur sosum ekki á óvart þegar Hermann er annars vegar en Ósýnilegir glæpir var svo einstaklega litlaus og dofin. Þá hugsar maður ,,hver kýs að þýða svona bækur?" en það er sosum allur gangur á því hvað fólk þýðir. Mig langar ennþá að eignast Skuggaleiki.

Ég gerði mér einhverjar grillur um það að geta fundið hana á spænsku á Kanaríeyjum.. eða, mig langaði að kaupa einhverja bók á meðan ég var þarna úti og sú eina spænska sem mér datt í hug var Skuggaleikir. En það eina sem þessir andskotar áttu til voru landakort og þýðingar á Dan Brown.

Það var eitthvað svipað uppá teningnum í Tranemo í Svíþjóð. Eða, ekki svo mikið af óspennandi þýðingum, bara slatti af óspennandi Sænsku dótaríi. Og landakortum.

Á Kanarí fann ég reyndar spænska þýðingu á Daredevil blaði eftir Bendis. Svo það var ekki alveg ónýtt.

Ég bauð verulega summu í ákveðna myndasögu á ebay núna í gær en var toppaður. Andskotans andskotar að vilja lesa sömu góðu myndasögurnar og ég.

Farinn í mat farinn í mat.

-b.

Engin ummæli: