18 apríl 2008

It's insane, this guy's taint / The world shiiiines

Ég fékk heilan haug í pósti í dag. Og síðan fór ég í vinnuna. Mamma kallaði á mig í hádegismat, við hittumst á Ruby Tuesday og það var helvíti gott. Mér líður samt einsog ég sé að fara á bakvið heitstað minn, Grillhúsið. En maður getur ekki hitt allt fólk á sama staðnum.

Alveg einsog maður hittir ekki alla klæddur í sömu fötin. Gerir maður það nokkuð?

Samband manns við staðinn sem hann finnur sig í hefur áhrif á hegðun hans og útgeislun. Samt myndi maður ekki vilja taka á móti hverjum sem er á þeim stað sem manni líður hvað best á. Kannske vill ég halda í þessar ólíku hliðar framkomu minnar, mér finnst ágætt að þurfa ekki að vera sami maðurinn allstaðar.

Síðan tók við rólegur rólegur föstudagur. Sem betur fer er vinnunni að ljúka, svo fer ég heim og set í ofninn.

Á morgun stendur til að kíkja á leikritið sem Víðir er í akkúrat núna. Við Hallur ætlum allavega að skella okkur. Ég hugsa að ég hafi ekki farið í leikhús síðan við Davíð og.. Hlynur? fórum á rennsli í síðasta leikritinu hans Víðis. Það var áður en ég fór til Danmerkur, minnir mig.

Já og skatturinn í Dk var að senda mér bréf. Ég skulda þeim víst engan pening. Það var ágætt, ég hafði ekkert hugsað til þeirra síðan ég flaug heim. Má ég kannske vera sáttur við að þeir hafi ekki áætlað á mig? Varla.. Auk þess heldur enskudeildin í KU áfram að senda mér tölvupóst. Allir elska svala Björn.

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaur, hvað kom fyrir síðuna þína?

hún er orðin svona iðnaðar-eitthvað ...

Björninn sagði...

Hvað? Ég hef ekki nennt að breyta henni síðan í Kaupmannahöfn þegar ég drakk pelsínaði. Og þá var það bara nýr hedder ef ég man rétt.