Danska krónan hefur ekki verið dýrari í milljón ár. Þetta hefur nokkur áhrif á sumarplönin mín, þarsem allur matur og drykkur og þessháttar verður dýrari í íslenskum krónum talið. Ég vona bara að þetta gangi að einhverju leyti aftur, þó ekki sé nema í 13 krónu reikið.
Og ég gef mér hæ-fæf fyrir að hafa keypt Hróarskeldumiðann minn núþegar. Hann hækkaði um einhvern 1300kall núna nýverið.
Hérna má sjá graf sem ég fékk hjá glitni punkti is.
Þetta nær reyndar bara aftur til byrjun árs '97. Þannig að ég get víst bara sagt að hún hafi ekki verið dýrari í ellefu ár. En samt. Ég er viss um að milljón hljómar betur, og er þar af leiðandi að vissu leyti Satt.
-b.
2 ummæli:
Þetta er hræðilegt! Sitjandi hjálparvana í Höfn horfir maður upp á peningana sína fuðra upp í limbói búnu til af einhverjum Patrickum Batemönnum.
Já, ég skal trúa því. Íslenska krónan er þó ennþá íslensk króna, í bili.. það hlýtur að vera dálítið skítt að horfa uppá námslánin horast niður þarna fyrir austan.
Skrifa ummæli