12 mars 2008

Eldrefsskipun dagsins:

,,Close Other Tabs".

Hún er þarfaþing.

Einnig þarfaþing: viðbót sem gerir mér kleift að loka flipum með því að tvísmella á þá. Ég hef örugglega fjölyrt um það hér áður, en ég kemst ekki yfir það hversu þægjó þetta er. Ég hef ekki nennt að koma þessu við í vinnutölvunum og ég sé eftir letinni í mér við hvert klikk á litla rauða x-ið.

Jebb. Ég drep tíma.

Tíma sem safnast upp með því að spara tíma. Þetta er guðdómlegur gleðihringur.

-b.

2 ummæli:

Sævar sagði...

Mouse Gestures er líka algjört þarfaþing... Það gerir mér kleift að loka tab, fara afturábak eða áfram, stækka/minnka letur/myndir, loka glugga, opna glugga, einfaldlega með því að hreyfa músina eftir ákveðnu munstri!

Það sparar tíma.

Björninn sagði...

Jú ég er einmitt með mouse gestures líka.. Það er annað sem fer í taugarnar á mér þegar ég er að nota annarra tölvur. Allavega í það að stækka texta og fara afturábak og áfram, en ég nota svo sjaldan fleiri en einn glugga, og tvíklikkið mitt er svo æðisgengið, einsog ég lýsti áður.

Hinsvegar komst ég að því núna nýlega að ég get farið fram og tilbaka með því að smella á músatakkana. Ef ég smelli hægra megin og held honum inni á meðan ég smelli á vinstri takkann þá fer ég tilbaka, og svo öfugt. Þetta er grúví næs og ég held þetta sé innbyggt í firefox.

Verst að þetta nýtist mér ekkert á lappanum.