27 janúar 2006

Reap the twirlies

Þetta er nú meira helvítis kjaftæðið..

Ég datt niður á greinina sem afhjúpaði gaurinn einhverntíman um daginn, en hafði ekki heyrt um þessa bók fyrr, enda sýnist mér hún vera frekar óspennandi.. svona greyið ég-skræða með tvisti. Það sem mér þykir merkilegast er að gaurinn skuli láta einsog bjáni og koma með einhverjar afsakanir fyrir því að hafa logið.

,,Logið" í bók. Hah.

Það er kannske ekki við öðru að búast af manni sem á allt sitt að þakka Ópru Vinfrei. En nú þegar hann er búinn að selja þessa bók sína (eða bækur.. mig minnir að það hafi þegar komið út framhald) í milljónatali, afhverju segir hann þá ekki þessum grenjandi húsmæðrum að fara til helvítis? Heldur hann að hann sé að redda ,,ferli" sínum til framtíðar?

Kélling.

-b.

Engin ummæli: