26 janúar 2006

Júv got meil

Þegar ég kom heim úr vinnunni núna rétt í þessu biðu mín 42 ný bréf í hi-pósthólfinu mínu.. Allt sama bréfið, auglýsing frá Fortúnu um könnun á viðhorfi til matvöruverslana (held ég), en sent aftur og aftur og aftur með tveggja til sex mínútna millibili frá klukkan sex til hálfníu. Helvítis bilun.

En samt. 42 stykki. Auðvitað hlutu það að vera fjörutíu og tvö bréf. Þegar svona hárri tölu er náð á annað borð getur heildarfjöldinn aldrei lent á öðru en 42.. nema hann nái uppí hundrað, þá er hægt að finna fleiri góðar tölur.

En hvað um það. Spurning um að kíkja á fyrsta þáttinn af ,,Cracker"?

Já og ,,Absolute Power" eru helvíti fínir. (Sjónvarpsþættir með Stephen Fry, ekki kvikmynd með Clintaranum.) Mæli með þessum gaurum. Svona la-la fyrstu þættirnir, en þeir vinna snarlega á undir lokin.. en þeir eru sex allt í allt. (Fyrsta serían, þ.e.)

Búinn að setja fyrstu tvo upp á draslið: hérna

sjónvarp sjónvarp sjónvarp sjónvarp

-b.

Engin ummæli: