04 janúar 2006

Afrek

Á mánudaginn gerði ég ekkert. Bara bókstaflega ekki neitt nema að hanga. Fór rétt svo útúr húsi. Daginn eftir skoðaði ég stjörnuspá Moggans fyrir mánudaginn og þar var mér sagt að nú væri ýmislegt á seyði, en ráðlegast væri að fara ekki að vaða í alltsaman og hlaupa þannig hringi í kringum sjálfan mig. Og mér hreint út sagt skipað að setjast niður og slappa af.

Ég læt það alveg vera hvort ég sé í beinum tengslum við stjörnumerkið mitt (sem er sporðdrekinn, fyrir þá sem ekki vita. Rólegar stelpur, ein í einu!), en ég er allavega vel tengdur inná dálkinn minn í stjörnuspá Moggans..

En bíðum við, þetta eru ekki afrek. Þriðjudagurinn fór nefnilega allur í samskonar slugs (sunnudagurinn gerði það reyndar líka).. eða það sem ég sá af honum á annað borð. Ég ætlaði að snúa sólarhringnum við í fyrradag, en gafst upp klukkan rúmlega átta að þriðjudagsmorgni og vaknaði aftur um sexleytið sama kvöld. Er búinn að vera vakandi síðan.

Það gerði mér hinsvegar kleyft að mæta niðrí alþjóðaskrifstofu og spyrjast fyrir. Ég er búinn að ákveða að sækja um að komast í tvo skóla.. en þetta ISEP batterí má bara eiga sig held ég. Tvíhliðasamningarnir skulu vera málið fyrir Björninn*. TOEFL gögnin ættu öllu samkvæmt að vera komin (Már fékk sinn pakka í gær) en ef þau koma ekki með póstinum núna á eftir þá ætla ég að hringja eftir þeim. Prófið er eftir tíu daga og ég verð víst að hafa þetta á hreinu.

(Ég

((Ég man ekki hvað ég ætlaði að skrifa hér. Í þessum rituðu orðum kom hún móðir mín í heimsókn og hádegismatur með henni niðrí Smára endaði í heillangri búðarferð með henni, Óskari bróður og kærustunni hans. Ég var geispandi næstum því allan tímann og hef nú bráðum verið vakandi í 24 tíma. Þreytti gaurinn.))

-b.

*Sjá hér eitt af örfáum tilvikum þess sem ég vísa til sjálfs mín í þriðju persónu. Og geymið í huga ykkar.

Engin ummæli: