Jæja ég er kominn heim. Og er svona að skríða saman. Aðalverkið í vinnunni í dag verður held ég að fara í gegnum allan tölvupóstinn sem safnaðist upp í ,,fríinu", sem var faktískt ekki meira en tveir dagar plús normal helgi. Ósköp.
Fyrir hollvini liðhlaupsins og aðra kasúal lesendur þá er bjórin á myndinni hérna fyrir neðan í alvöru grænn, þetta er ekki einhverskonar ljósbrotsskynvilla. Og veitingastaðurinn við hliðina á Dominos heitir Sophie's Choice, og er í Sidcup. Hugsanlega furðulegasta nafn á veitingastað sem ég hef nokkurntíman séð.
Ég hugsa að ég setji saman ferðasögu á næstunni, ég er ekki alveg búinn að raða sjálfum mér saman aftur ennþá. En það hefst.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli