15 mars 2009

Af gefnu tilefni:

Eru startkaplar hættulegir?

Spurt: Í handbók með bílnum mínum eru leiðbeiningar um notkun startkapla við gangsetningu. Þar er sagt að tengja skuli kaplana í ákveðinni röð; fyrst á milli plúspóla geymana og síðast mínuskapalinn í stellið á bílnum með tóma geyminn en ekki í mínuspólinn á rafgeyminum sjálfum. Ég hef verið að spyrja ýmsa mér fróðari menn hvers vegna ekki sé sama í hvaða röð startkaplar séu tengdir en hef ekki fengið nein "skynsamleg" svör - því spyr ég þig.

Svar: Þegar rafgeymir afhleðst myndast vetni; litlaust, lyktarlaust gas sem myndar sprengihættu. Því skyldi alltaf gera ráð fyrir hættu af sprengingu nálægt rafgeymi sem hefur tæmst, t.d. yfir nótt. Hlaupi neisti nálægt tómum rafgeymi getur orðið af sprenging. Sama gildir um reykingar. Sprenging getur tætt rafgeymi sundur og af hlotist alvarleg slys, ekki síst ef brennisteinsýra slettist á fólk en hún getur m.a. valdið alvarlegum augnskaða. Sprengihætta er einnig til staðar sé geymissýran frosin í tæmdum rafgeymi. Reglurnar um tengingu startkapla í ákveðinni röð eru því mikilvægar. Með þeim er reynt að tryggja að viðkomandi sé sem fjærst rafgeymi, þegar tveir rafgeymar tengjast endanlega, en þannig minnkar hætta á að neisti geti valdið sprengingu. Fólk ætti því að kynna sér upplýsingar í handbók bíls.

Af vefsíðu Leós.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er einmitt það sem kom fyrir hann föður minn hér um árið. Hann var að starka stórum traktorsgeymi og varð þá vetnissprenging og hlaut hann einmitt alvarlegan og varanlegan augnskaða vegna brennisteinssýru. Hann hafði hlaðið hundruðir geyma í gegnum tíðina en ávallt geta slysin orðið.

Víðir

Björninn sagði...

Já heyriði það krakkar.

Stórhættulegur andskoti.

Sævar sagði...

Þvílíkur snillingur og bílaguð er þessi Leó!

Syneta sagði...

Þetta hefði ég getað sagt þér :)

Björninn sagði...

Jú, þú ert líka snillingur og bílaguð.

En varst bara ekki á staðnum!

Ég var semsagt að reyna að koma starti í bíl sem var dauður hérna fyrir utan, og hún Ágústa hérna við hliðina lánaði okkur kaplana sína (mínir eru greinilega ónýtir) vildi meina að það ætti að fara mínus í mínus. Ég sagði svo ekki vera, en var ekki með það á hreinu hversvegna.

,,Af því ég las það einhverstaðar" er greinilega ekki nóg fyrir suma.

En startið hafðist, hún Ágústa var elskuleg og hjálpleg og allir fóru glaðir heim.

Nafnlaus sagði...

Og nei, kaplarnir eru ekki hættulegir per se. Ef maður vill vera pikkí. Það er helvítis geymasýran sem er hættuleg.

"Takið sprautu og náið í svosem eitt-tvö milligrömm af geymasýru í hana. Sprautið í örlitlu magni í hvern kjötbita í dósinni. Sjáið til þess að kötturinn, sem kemur ekki til með að finna bragðið, klári nú matinn sinn. Hann hættir að halda vöku fyrir þér á næturna eftir 10-15 daga, og skítur ekki lengur á stéttina hjá þér. Órekjanlegt."
Svona ef maður vill virkilega athuga hversu hættuleg geymasýra er.
Höfum þetta ógeð bara anónímus.