05 febrúar 2009

Látið einsog ég hafi nýlega minnst á Torfhildi

Já talandi um Torfhildi.

Hér er gamla síðan sem ég bjó til og hangir ennþá uppi. Hér er sú nýja, sem er eflaust einfaldari í uppfærslu en mér finnst ekki vera eins falleg.

Þegar ég segi að ég hafi búið hana til þá á ég náttúrulega við að ég hafi púslað henni saman úr blogger-templati, einhverju css-dóti frá Ými og haloscan-kommentakerfi sem virkar nú einsog forngripur.

Og myndunum hans Davíðs. Síðan sjálf er óskup stílhrein og fúnksjónal, hvít og grá. En hausmyndirnar virkuðu vel þótti mér. Sjáið þessa sem er ennþá uppi:



og þessa sem er á nýju síðunni:



Og þó er sú efri frekar líflaus miðað við aðrar sem ég notaði.. Flott samt.

-- Reyndar er þessi nýrri frekar villandi.. Ef grannt er skoðað þá er hún bara toppurinn á þessari mynd:



Segir það manni eitthvað um ,,það sem býr að baki" eða ,,eyðilegginguna sem leynist undir yfirborðinu"? Ég veit það varla. Hinsvegar er gaman að hugsa til þess að allar hausmyndirnar sem ég setti á gömlu síðuna voru líka afmarkaðir rimar úr stærri myndum. Myndirnar virkuðu vel í sjálfum sér en það að útiloka allt annað en þessa breiðu rönd er líka aðferð til að segja eitthvað. Sjáið tildæmis þessa hér:



sem gæti engan veginn virkað sem hausmynd á vefsíðu ef við sæjum andlitin.

Fyrst var ekkert ©Darbó á þessum myndum, mig minnir að ég hafi fyrst bætt því við þegar þessi jólabanner fór upp:



Áður var þetta bara svona:



Það er kannske dálítið undarlegt að taka nafn ljósmyndarans fram í praktíkal-mynd, þ.e.a.s. mynd sem er hluti af vefhönnuninni frekar en hlutur í sjálfri sér. En mér finnst þessir bannerar vera bil beggja, og það var auðvitað útí hött að ég eignaði mér myndirnar beint eða óbeint, bara vegna þess að ég kom þeim fyrir á síðunni. En þetta kom vel út held ég.

Ég ætla bara að henda nokkrum inn í viðbót, ég hef gaman af því:











Og hérna er toppurinn á fyrstu síðunni sem ég smíðaði fyrir Torfhildi, ég sé að hún er til á archive.org.



Jeminn.

-b.

2 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Helvíti er gaman að sjá þessa bannera aftur.

Björninn sagði...

Algerlega maður. Þetta er eitt labb niður Minnisstræti.