Ég kenni einkirningssóttinni um! Og Warren Ellis!
Skor í dag, fékk How to be an Artist eftir Campbell fyrir slikk. Hversvegna vill enginn lesa þessar bækur nema ég?
Og í kvöld ætla ég að henda í pítsu, því pítsur eru góðar og það geta margir borðað eina svoleiðis. Eftir að við höfum borðað pítsuna þá kíki ég kannske á vídjó? Ég á ennþá eftir að horfa á Zodiac, direkktors köttið.
Entourage byrjaði nokkuð vel, kannske bara besta leiðin til að grafa strákana uppúr holunni sem endirinn á síðustu þáttaröð var. Eða öllu heldur byrja að grafa. Og hvar annarstaðar en í Entourage: allt í volli, engin vinna og engir peningar, en samt fer hálfur þátturinn í að skvera baðstrandagellur og grilla banana.
Dexter fór líka nokkuð vel af stað. Ekki alveg sami krafturinn í þessum byrjunarþætti einsog fyrri tveimur, en það er eitthvað við þessa þætti sem tengir.
Annar dagurinn í ræktinni í gær. Lappir. Og ég er ekki ónýtur í bakinu, mér líður þvert á móti þrælvel. Hvílíkar ógeðis dásemdir. Við erum hinsvegar að sjá að vinnan er lengri á föstudagskvöldum og við þurfum líklega að sleppa þeim. En þrír dagar í viku eru ágætis byrjun.
Lifum drauminn krakkar.
-b.
6 ummæli:
Bjössi!
Ég verð að fá mitt Entourage. You are my fixer, the man on the corner o.s.frv.
Þetta er eins og heróín nebblega þetta dót.
Gemmér gemmér Entourage.
Ég er fyrir sunnan nefnilega.
Og ég vil alveg lesa campbell, hvaða hvaða, ha, hvaða.
hkh
Hvað skrifaði hver um Leyndarmálið í Lesbókinni?
Þú færð Entourage, ekki mál.
Og Hallur les Campbell ókei.. en enginn annar.
Delerium Klemenz skrifaði þar um það. Fínt dót.
Og nú er fjör!
Annars var það sem ég átti við með Campbell það að bækurnar hans eru látnar flakka þegar grisjað er í myndasögudeildinni, vegna þess að þær lánast sjaldan. Bæði það og bandið er oft ekki gott (einsog í Bacchus bókunum) svo þær detta í sundur. En þessar tvær eru í góðu ásigkomulagi, þannig að eina ástæðan fyrir því að ég gat hirt þær var að enginn vill lesa þær nema ég.
og ég.
hkh
Skrifa ummæli