Ég hafði ekki áhyggjur af peningunum mínum fyrr en Davíð sagði í sjónvarpinu að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af peningunum mínum. Stjórnmála-Davíð, ekki alvöru Davíð.
...
En DV sagði að sparifé landsmanna væri tryggt upp að þremur milljónum, ef ég skildi það rétt. Á haus sko, ekki í heildina.
Nýi DVD spilarinn virkar fínt. Hann lá við hliðina á sjónvarpinu heima á Heiðarvegi og hafði aldrei verið notaður, svo hún móðir mín vissi til. Hún hafði keypt hann handa strákunum í jólagjöf, en þeir héldu áfram að nota ps2-inn sinn.
Blöðin eru full af fréttum og fréttaskýringum um Íslandsglitni en ég nenni ekki að lesa um það.
Það sem ég nenni að lesa er tímaritið mitt, í septemberblaðinu af The Believer er viðtal við Tim og Eric, lesendabréfadálkur með Bob Odenkirk og nokkuð bitastæð grein um sjálfið í non-fiction. Ég er ekki búinn með hana ennþá en mig hálflangar að henda upp nokkrum bútum úr henni. Seinna.
Núna bendi ég á Fyrsta tölublað veftímaritsins Tíu þúsund tregawött, þarsem lesa má tvo kafla úr Áræði, bókinni sem tíminn gleymdi. Og gleymdi síðan aftur.
Ég bakaði pítsu í gær og Davíð kom að borða með okkur og svo bara fór hann ekki..? Alvöru Davíð, ekki Stjórnmála-Davíð.
En ef ríkið kaupir Glitni, getum við þá látið Ólaf Ragnar hafa hann og notann til að leysa úr ágreiningsmálum þjóðarinnar? Eða er það brandari sem fáir fatta og engum finnst fyndinn.
Það eru bækur í töskunni minni sem koma aldrei uppúr henni.
-b.
3 ummæli:
Go David, alvoru David en ekki stjornmala-David
Takk nafnlausi gaur? Mikið er ég feginn að ég skuli vera Alvöru-Davíð.
Ég þarf að komast í þetta Believer blað þitt Björn.
Ég hugsa að þetta sé Víðir, minn resident nafnlausi gaur.
En já, þú þarft að gera það.
Fó sjó.
Skrifa ummæli