01 júlí 2008

Geðveikt nýr mánuður

Útborgun í dag! Og ég borgaði reikninga. Í tilefni af hvorutveggja fór ég á útsöluna í Nexus og keyrði heim með settlegan stafla af myndasögum:

The Black Diamond Detective Agency eftir Eddie Campbell, Powersbækur nr. 3, 4, 5, 6, 8 og 10, Queen and Country bækur nr. 2, 3, 4, 5, 6 og 8, og Queen and Country: Declassified bækur nr. 2 og 3.

Ellefuþúsund kall. Ka-tsjing. Djöfull fínt að finna þessar bækur, mig hefur langað að kaupa þessar seríur í dálítinn tíma. Nú voru reyndar að koma út tvær, bráðum þrjár Queen and Country safnbækur, en þær eru ekki eins laglegar, í minna broti og svona.

Á leiðinni út sá ég eina bók í viðbót sem mig langaði í, og ég hefði allsekki haft neitt á móti því að kippa með mér nokkrum DVD diskum en þetta var eiginlega orðið gott. Kannske maður kíki seinna í vikunni.

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

The black diamond dectective agency, tengist það þessum eitthvað?

Gunnar Marel

Björninn sagði...

Hei ekki datt mér það í hug.. Frábært. Ég efast nú um að það sé einhver tenging þar á milli, en það er aldrei að vita með hann Campbell. Og ég þekki ekki gaurinn sem skrifaði handritið, sem bókin er unnin uppúr. Kannske er hann Danavinur og bókaormur.