20 júlí 2008

Mávahlíð 12



Sjá hér næstu íbúð mína. Við þríeykið kíktum þangað á laugardaginn og fórum yfir mál. Svo dreif ég mig í vinnuna, orðinn seinn, og stelpurnar urðu eftir til að undirrita. En þetta er staðurinn. Efsti glugginn, undir hvíta þakinu, hægra megin við stillasinn, þar er mitt herbergi. Lommér að skella hérna inn einni mynd í viðbót..



Þarna má sjá leiðina frá Mávahlíð í Skaftahlíð (eða öfugt), með hjálp borgarvefsjár. Tæpir 440metrar. Jei.

(Á kortinu má einnig sjá Miklubraut 46, og á borgarvefsjá má mæla vegalengdirnar frá bæði Mávahlíð og Skaftahlíð að þeim mæta stað. Þá skilja allir hversvegna ég kalla þessa flutninga Operation 100 Metrum Nær Davíð.)

-b.

Engin ummæli: